Krefjumst þjóðaratkvæðis!

Framsóknarflokkurinn hefur verið að færa sig upp á skaftið með hverri vikunni sem líður.

Í fyrra var gerður viðskiptasamningur við Kína eins harðsvíraðsta einræðisríki heims þar semmannréttindi eru ekki upp á marga fiska.

Nú vill þessi sami Framsóknarflokkur slíta viðræðum við Evrópusambandið með einfaldri þingsályktun sem þýðir að „öryggisventillinn“ á Bessastöðum verði ekki virkur.

Mjög þung rök eru fyrir því að við sækjum um aðild að Evrópusambandinu og auðvitað með þeim skilyrðum sem atvinnuhættir okkar og sérstaða varðar. Að einn maður og einn flokkur ákveði hvað Íslendingar eigi að gera í þessu máli, er með öllu ósamboðið öllum lýðræðislegum forsendum. Adolf Hitler og Jósep Stalín gátu upp á sitt eindæmi ákveðið þetta en Sigmundur Davíð verður að athuga að hann er hvorki Hitler né Stalín hvað ákvörðunarvald íslensku þjóðarinnar viðtekur.

Eg krefst þess að þessi vægast sagt umdeilda ákvörðun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar verði borin undir þjóðaratkvæði hið allra fyrsta. Þjóðaratkvæði gæti orðið samhliða sveitarstjórnarkosningum nú í vor. Engin sannfærandi rök eru fyrir því að einn flokkur eigi að ráða svo afdrifaríku málefni. Kostirnir við aðild að Evrópiusambandinu eru margir, fleiri en viðskiptasamningur við Alþýðuveldið Kína, einn mesta mannréttindabrotaaðila í dag.

Eg vona að sem flestir innan Sjálfstæðisflokksins sýn i og sanni að þeir séu sjálfstæðir gagnvart einræðistilburðum Sigmundar Davíð og Gunnars Braga og stoppi þá lögleysu sem hér er í undirbúningi.


mbl.is Hafa ekki umboð til að ákveða þetta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guðjón, það var ALDREI lofað neinni þjóðaratkvæðagreiðslu til að SLÍTA aðlögunarviðræðunum, aðeins var lofað þjóðaratkvæðagreiðslu til að HALDA ÁFRAM. Það er munur á þessu tvennu.

.

Og fyrst ekki var farið í að spyrja þjóðina þegar glapræðið um aðildarumsókn var stigið 2009, þá þarf þar af leiðandi ekkert þjóðaratkvæði til að slíta viðræðunum.

.

Árni Páll og vinir hans virðast eiga mjög erfitt með að skilja svo rökrétt og auðskild atriði. EF ákvörðunin um að sækja um aðild hefði verið lögð fyrir þjóðina 2009, áður en sótt var um, og meirihluti þjóðarinnar hefði samþykkt, þá hefði þurft að leggja tillöguna um viðræðuslit fyrir þjóðina aftur.

.

En það var ekki gert þá, svo að það er engin þörf nú. Að Árni segi ríkisstjórnina ekki hafi umboð er bara þetta venjulega raunveruleikafirrta gaspur sem hann er svo frægur fyrir.

Pétur D. (IP-tala skráð) 21.2.2014 kl. 20:55

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Pétur D./Aztec !

Þar kom að því að við urðum sammála um eitthvað :)

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 21.2.2014 kl. 21:23

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Aða hvaða leyti var umboð Samfylkingarinnar til að ganga í ESB öðruvísi en umboð núverandi stjórnar til að ganga ekki í ESB?

Þarf ekki Árni Páll að svara þessari brennandi spurningu sem hann hefur núna lagt upp fyrir okkur?

Guðmundur Ásgeirsson, 21.2.2014 kl. 21:33

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Nú þarf Árni Páll blessaður (og fleiri "Árnar Pálar") að útskýra fyrir okkur hinum fáfróðu, hvers vegna hann barðist ekki harðar fyrir því að fá bindandi atkvæðagreiðslu þjóðarinnar inn í Stjórnarskrána, á síðasta kjörtímabili? Þó svo að hann/þau hefðu ekki náð neinu nýju inn í þá Nýsmíði, annað en bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu, þá hefði það bjargað öllu þjóðaratkvæða-dæminu!

Eflaust er skýring á því að enn er einungis óbindandi skoðanakönnun í boði fyrir almenning, en ekki bindandi þjóðaratkvæðagreiðsla, allt til enda þessarar ESB-vegferðar frá 2009. En sú skýring hefur ekki komið fram ennþá? Hvorki frá honum/þeim, né nokkrum öðrum þjóðaratkvæða-kröfuhöfum áframhaldsins, á þeirri umboðslausu vegferð, sem þjóðinni var meinað að kjósa um að hefja vorið 2009!

Þannig er nú það. Því miður.

Það er samt eitthvað undarlegt við þetta allt saman í umræðum þessa dagana, sem ekki hefur enn flotið uppá yfirborðið olíubrákaða. Það er engu líkara en að hér sé ekki allt sem sýnist í fjölmiðlamatreiðslunni?

Það kemur í ljós hvað veldur þessum undarlegu stefnubreytingum, frá yfirstjórnar-baktjalda-handritahöfundunum núna, (falda valdinu).

Það er nefnilega 21. öldin núna, en ekki 20. öldin.

M.b.kv.  

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.2.2014 kl. 21:36

5 identicon

Af hverju þarf allt í einu þjóðaratkvæði Guðjón ?

Af hverju þurfti ekki þjóðaratkvæði þegar sótt var um ?

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 21.2.2014 kl. 21:41

6 Smámynd: Magnús Jónsson

Guðjón: ert þú ekki að gleyma hver samdi við Kína, "Kína eins harðsvíraðasta einræðisríki heims þar sem mannréttindi eru ekki upp á marga fiska" þín orð, og það var Össur nokkur Skarphéðinsson svona ef þú ert búinn að gleyma honum , þá var hann utanríkisráðherra í síðustu ríkisstjórn.???? og einn harðasti EES maður landsins. ????

Magnús Jónsson, 21.2.2014 kl. 23:30

7 Smámynd: Rauða Ljónið

Vigdís Hauksdóttir var höfð að háði og spotti út af Evrópumálum. Hún lagði fram þessa þingsályktunnartillögu: "Alþingi ályktar að fela dómsmála- og mannréttindaráðherra að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda eigi áfram aðlögunar- og viðræðuferli Íslands og Evrópusambandsins. Atkvæðagreiðslan fari fram samhliða kosningu til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010".
Og hverjir sögðu nei ? Það er hér að neðan !
Álfheiður Ingadóttir, Árni Þór Sigurðsson, Ásta R. Jóhannesdóttir, Baldur Þórhallsson, Birgitta Jónsdóttir, Björgvin G. Sigurðsson, Björn Valur Gíslason, Guðbjartur Hannesson, Guðmundur Steingrímsson, Helgi Hjörvar, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Kristján L. Möller, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús M. Norðdahl, Magnús Orri Schram, Margrét Tryggvadóttir, Mörður Árnason, Ólína Þorvarðardóttir, Róbert Marshall, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Siv Friðleifsdóttir, Skúli Helgason, Steingrímur J. Sigfússon, Svandís Svavarsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Þór Saari, Þráinn Bertelsson, Þuríður Backman, Ögmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson.
 Þetta lið á listanum hér fyrir ofan sem enn er á þingi ætti auðvitað að segja af sér allt með tölu og fara síðan heim til sín og skammast sín til æviloka.
Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 22.2.2014 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 242940

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband