Vitlausasta tillagan á þingi

Mjög líklegt er að þessi tillaga Gunnars Braga sé vitlaustasta tillaga sem komið hefur fram á Alþingi Íslendinga. Maðurinn er kappsfullur en að eg held fremur illa „póleraður“ er illa að sér um flesta hluti, ekkert með of mikla menntun, stúdentspróf og ekkert meira, hefur unnið við sitt lítið af hverju en aldrei lengi dugað á neinu sviði. Líklegt er að hann „gufi“ upp eins og hvert annað tæki í höndum Þórólfs kaupfélagsstjóra á Sauðárkrók.

Fyrir þá sem nenna að lesa lífshlaup Gunnars Braga og afreksverk hans má lesa á slóðinni: http://www.althingi.is/altext/cv/is/?nfaerslunr=722

Við þetta er að bæta að þetta er sami maður og vildi gera viðskiptasamning við kína, eins alræmdasta aðila mannréttindabrota í heiminum. Honum finnst alveg sjálfsagt að greiða götu kínverskra braskara hér á landi en Evrópusambandið, sem ætti að standa okkur Íslendingum öllu nær, það ber að sökkva aðildarviðræðum niður á sextugt dýpi.

Þessi náungi sem hefur utanríkismál okkar í hendi sér taldi ekki vera þörf á að lesa nýkomna skyrslu um Evrópusambandið. hann var með öðrum orðum búinn að gera sér fyrir löngu skoðanir sem honum þykir sjálfsagt að hann einn fái ráðið. Því miður hefur heimurinn haft mjpg slæma reynslu af einræðisherrum hvort sem þeir bera nafnið Napóléon, Músólíni, Hitler eða Stalín. Það er alveg óþarfi fyrir þjóð sem telur sig vera frjálsa að sitja uppi með enn einn einræðisherrann og að þessu sinni hvort sem hann heitir Sigmundur Davíð eða Gunnar Bragi. Við þurfum ekki einræðisherra!

Það eru ótalmargir kostir við aðild að Evrópusambandinu þó svo að Þórólfur kaupfélagsstjóri á Sauðárkrók kunni að vera á örðu máli ásamt sporgöngumanni sínum Gunnari Braga. Þórólfur er þekktur um land allt að takast það sem hann vill og vonandi verður unnt að stoppa hann sem og Gunnar Braga í þessu máli.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið borinn ofurliði í viðræðum  við Framsóknarflokkinn í þessu máli. Fjölmargir aðilar á Íslandi eru inni á því að það sé glapræði að fleyga í burtu viðræðum við Evrópusambandið. Með því er verið að hverfa frá þeirri stefnu að leita víðtækrar samvinnu við nágranna okkar í Evrópu um stöðugleika í efnahagsmálum, viðskiptum, stjórnmálum og menningu. Við getum eignast sameiginlegan stöðugan gjaldmiðil og fleygt krónunni sem ætti að vera safngripur á hverju framsóknarheimili landsins!


mbl.is „Ég styð ekki þessa tillögu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Líttu nú á hvermnig toppar Evrópusambandsins ráku ofan í kokið á dr. Össuri þegar hann talaði um að hann teldi að við værum að kíkja í pakkann og myndum fá eftirgjöf af alögun okkar að laga- og regluverki Evrópusambandsins. Þú trúir því kannski núna sem ég er marg búinn að sýna þér á heimasíðu sambandsins að það er engin undanþága, aðeins samið um tímapunkta á öllu regluverkinu.

Skrítið - eða not- að engin fjölmiðill sagði frá þessum fjðölþóðlega og fjölmenna blaðamannafundi dr. Össurar úi í Brüssel - kíktu á dr. Össur tekinn í bakaríið með klisjuna ykkar um að semja um undanþágur á þessari slóð (myndbandsupptaka) :

http://predikarinn.blog.is/blog/predikarinn/entry/1358739/

.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 25.2.2014 kl. 04:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 242836

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband