Ýmsar hliðar á máli sem þessu

Þó svo að hægst sé að skilja aðstandendur þessarar upplýsingaveitu, þá þarf að gæta að ýmsu.

Hafa þeir sem telja sig hafa rétt á að birta neikvæðar upplýsingar um samborgara sína gert sér grein fyrir því að þessir aðilar sem aðgerðirnar beinast að eiga flestir nána aðstandendur og kunningja sem hafa tekið þessi brot nærri sér og eru af þeim ástæðum miður sín? Væntanlega hafa sem flestir brotamenn séð að sér eftir að upp um þá hafa komist, hafa verið dæmdir, sitja af sér dóm og reyna að feta sig áfram eftir „réttu og beinu“ brautinni frá lögleysinu. Þá er ekki útilokað að mistök séu gerð og að aðil/aðilar séu nafngreindir vegna misskilnings eða mistaka og þeir ranglega dregnir inn í þessa svörtu nafnaskrá.

Hafa hlutaðeigendur gert sér grein fyrir að ekki er unnt að útiloka málsóknir og að krafist verði mjög hárra skaðabóta?

Í raun  og veru eru viðkomandi að taka sér lögin í eigin hendur. Þau úrræði eru ekki viðurkennd frá því framkvæmdarvald hófst hér eftir lok þjóðveldisins á Íslandi  með Gamla sáttmála. Í refsirétti kann það að skapa mönnum refsiábyrgð og er rétt að menn verði að treysta lögreglunni og öðrum yfirvöldum.

Nú vil eg taka fram að eg er ekki að taka að mér málsvörn fyrir lögleysi eða refsiverða verknaði. heldur verðum við sem borgarar í frjálsu og kristilegu samfélagi að forðast þær freistingar sem internetið og upplýsingatæknin gefur tækifæri á.

Góðar stundir! 


mbl.is Nöfn mannanna verði fjarlægð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta fólk er tilbúið að verja þessar birtingar ef þau verða lögsótt.

Og hvernig eigum við sem erum foreldrar að treysta lögreglunni fyrir þessum málum þegar sömu mennirnir komast upp með að fá litla dóma, sleppa svo út og halda bara áfram að brjóta á börnum þessa frjálsa lands af því það er ekkert eftirlit?

Þessar birtingar snúast ekki um neitt nema það að fólk viti hverjir þessir menn eru svo það geti verndað börnin sín gegn þeim. Og það er vitað, 100% öruggt, að þessar myndbirtingar hafa bjargað allavega 5 börnum frá því að lenda í klóm svona manna, þar sem einstaklingar voru búnir að vingast við mæðurnar á vinnustöðum sínum, mæðurnar sáu svo myndir af mönnunum og slitu þar með öllu sambandi við þá. Þessar mæður hefðu jafnvel á einhverjum tímapunkti hleypt þessum mönnum inn á heimili sín, kannski stofnað til sambands við þá og farið að búa með þeim, sem hefði gefið þessum mönnum óheft aðgengi að börnum þeirra. Hvort er mikilvægara í okkar frjálsa og kristna landi, æra barnaníðinga eða líf barnanna okkar?

Bryndís (IP-tala skráð) 7.11.2013 kl. 17:09

2 identicon

Bryndís, ég veit ekki hvar þú hefur þessar 100% upplýsingar um þessa 5 menn, ekki hef ég séð neitt um það.

Hins vegar veit ég út frá tölfræði Fangelsismálastofnunar, að endurkomutíðni í þessum brotaflokki er nánast hverfandi miðað við t.d. dæmda, ofbeldissinnaða síbrotadrullusokka, svo að það er lítil hætta á endurteknu broti. Flestir þessara manna eru útskúfaðir úr þjóðfélaginu, líka þeir sem hafa iðrazt, hafa hlotið fyrirgefningu frá þeim sem þeir hafa brotið gegn og hafa ekki og munu aldrei endurtaka fyrri brot.

.

Annars eiga foreldrar að halda áfram að vara börn sín við, og það er gott þegar þau geta gefið góða lýsingu á mönnum sem brjóta gegn þeim, en þurfa helzt líka að geta skrifað niður bílnúmer þeirra. Þetta hef ég margoft skrifað áður.

.

Annað er að það hefur verið mynd- og nafnbirtingarbann í þeim tilfellum að taka verði tillti til barna innan fjölskyldu. Þetta bann eru stjórnendur síðunnar að brjóta. Ég kannast við fjölskyldu sem hefur þurft að ganga gegnum mikla örðugleika árum saman eftir að fjölskyldumeðlimum var settur inn vegna ofsókna gegn honum og þeim öllum. Yfirvöld, lögregla og fjölmiðlar birtu hverja lygina gegn honum á fætur annarri. Hann var dæmdur fyrir allt sem hann gerði og meira til og hlaut margra ára fangelsi, en hann verður fyrir aðkasti hvern einasta dag, fyrir það sem gerði ekki og var ekki dæmdur fyrir. Líka þótt fram hafi komið, að þolendur hafi ekki upplifað neina andlega eða líkamlega örðugleika vegna gerða hans. Ef nafn hans og mynd birtist á síðunni, munu börnin þurfa að fara gegnum þessar andlegu þjáningar og pyntingar gegn þeim eina ferðina enn. Þetta lætur þessi fyrrverandi fangavörður sem er forsprakki síðunnar sig ekkert varða.

.

En svo eru öðruvísi og samvizkulausari menn sem vilja brjóta á börnum, sem muna ekki skilja eftir sig vitni frekar en að verða myndbirtir. Þá er ver farið en heima setið og fara að líkjast bandarískum aðstæðum, þar sem morð eru útbreidd. Því að þótt dæmdir menn verða myndbirtir og nafngreindir, þá eru þeir sem ekki enn hafa brotið af sér, sem eru hættulegastir, því að þeir þurfa ekkert að forðast börn, leikvelli og skóla eins og heitan eldinn líkt og þeir sem hafa verið dæmdir gera.

Pétur D. (IP-tala skráð) 8.11.2013 kl. 00:40

3 identicon

Ég hef alltaf spurt mig helst, ef samfélag fullorðinna útskúfar þessa menn, hvert heldur fólk að þeir leiti?

Það má rökræða hvort ekki sé hægt að lengja dóma í málum sem þessum og ég væri reyndar örugglega einna fyrstur til að vera sammála því, en ég hef miklar efasemdir um að dómstóll götunnar hjálpi.

Ég er samt mjög hlynntur allri athyglinni sem þessi síða hefur skapað, sem er að ég held besta vörn barnanna. Það mætti samt skapa þessa umræðu án þess að mála menn sem hafa staðið af sér dóm út í horn þar sem lítil ástæða er að gera eitthvað annað en að taka upp fyrri venju.

Gunnar T. (IP-tala skráð) 8.11.2013 kl. 10:26

4 identicon

Það er þegar búið að lengja dóma sl. ár hér á landi í svona málum og dæmt lengri fangelsisvist hér en á hinum Norðurlöndunum fyrir tilsvarandi. Hins vegar mætti lengja dóma yfir síbrotadrullusokkum sem eru alltaf að ráðast á saklaust fólk og limlesta það, og þar er hægt að nafngreina og myndbirta fjölmarga. Refsing yfir líkamsmeiðingum er allt of lág, enda væri bezt að sumir af þessum hrottum fengju 10 ára dóm í staðinn fyrir nokkra mánuði og þeim yrði ekki leyft að búa nálægt þéttbýli. Ég myndi ekki hleypa neinum af þessum ofbeldisseggjum nærri börnunum mínum.

.

En ég endurtek þann ótta minn, að með nafngreiningu og myndbirtingu dæmdra barnaníðinga, líka þeim sem ekki eru hættulegir, munu þeir sem ERU hættulegir, en ENN EKKI dæmdir, myrða fórnarlömb sín eftir misnotkun til að skilja ekki eftir sig vitni til að forðast dóm. Ætlar Óskar Ingi Þorgrímsson í Mosfellsbæ að þvo hendur sínar þá?

.

En það er enginn vafi á því hvar Óskar fær sínar upplýsingar, enda Fangelsismálastofnun velþekkt fyrir að leka trúnaðarupplýsingum um fanga og aðstandendur þeirra.

Pétur D. (IP-tala skráð) 8.11.2013 kl. 15:00

5 Smámynd: corvus corax

Hvernig er hægt að meiða æru manna sem hafa sjálfir eyðilagt sína eigin æru og mannorð með svívirðilegum barnanauðgunum og öðru óeðli gagnvart minni máttar?

corvus corax, 8.11.2013 kl. 15:35

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þakka athugasemdir.

Nú er sjálfsagt sem flestir vilja að allir hagi sér þannig að engum stafi ógn eða hætta af öðrum. Í sögunni er hefndin og hefndarskyldan undanfari refsinga sem kemur til sögunnar með framkvæmdarvaldinu. Líkamlegar hegningar fyrrum sem og aftökur voru fógetaréttaraðgerðir en í dag eru þær ekki nema svipur hjá sjón: „aðför að lögum“ þ.e. ef einhver fer ekki eftir dómsniðurstöðu kemur til kasta fógetaréttarins, innsetningar, útburður og áþekkar aðgerðir.

Mér finnst hyggilegt að fólk fari með löndum í þessum málum. Neikvæðar upplýsingar koma sér alltaf illa fyrir alla, þær geta lent í höndunum á aðilum sem þekkja engin mörk og láta hendur standa fram úr ermum og hugsa lítt um afleiðingar.

Guðjón Sigþór Jensson, 8.11.2013 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 243019

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband