Rekstur Kaupþings var mjög einkennilegur

Skýrsla rannsóknarnefdar Alþingis um aðdraganda bankahrunsins veitir mjög góða yfirsýn hvað var að gerast. Kaupþingbankanum var mjög illa stýrt á þessum árum og hvert klúðrið á fætur öðru. Hvernig stendur á því að bankastjórar veittu breskum braskara, Róbert Tschengis að nafni 46% af öllu því sem lánað var úr bankanum án þess að nokkur króna hafi skilað sér? Hvorki tryggingar né veð hafa bætt hagsmuni þrotabúsins til gríðarlegs tjóns fyrir þær þúsundir Íslendinga sem áttu hlutabréf í bankanum.

Allt hefur glatast í höndunum á þessum mönnum sem nú reyna að klóra í bakkann, ýmist muna ekkert eða telja sig ekkert vita.

Á sama tíma buðu bankar og lánastofnanir íslenskum viðskiptavinum sínum lán í erlendum gjaldmiðli. Þau lán hafa reynst erfiðust og hafa þúsundir orðið gjaldþrota eða lent í mjög miklum erfiðleikum að standa í skilum. 

Og þetta var liðið sem rökstuddi himinhá laun sín vegna þeirrar gríðarlegu ábyrgðar sem þeir höfðu í höndunum!

 


mbl.is Laug í gær eða fyrir fimm árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Þessi Tschengis fékk auðvitað aldrei eina einustu krónu lánaða. Hann var bara leppur til að koma undan þýfi fyrir skíthælana sem öllu réðu í þessum banka. Stjórnendur bankans voru engan veginn hæfir til að stjórna banka, kunnu ekki neitt annað en að raka til sín fé.

corvus corax, 7.11.2013 kl. 17:02

2 identicon

Vildi að sömu lög giltu í landinu og þegar Jón Hreggviðsson var dæmdur.

Það væri þessum ræningjum réttast.

Alveg sama hvað kemur út úr þessum réttarhöldum.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 8.11.2013 kl. 01:12

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Til upplýsingar þá var breska efnahagsbrotalögreglan með rannsókn gegn RT. Vegna smáformgalla við húsrannsókn var sökin felld niður og hefur RT hafið skaðabótamál gegn breska ríkinu og krefst himinhárra bóta. Kannski að Sigmundur Davíð ætti að fylgjast með og næla í skaðabæturnar ef RT verði dæmt í vil.

Ekki vildi eg innleiða sama refsirétt og var á dögum Jóns snærisþjófs, þau refsilög eru sambærileg við ástand mála víða í heimi Araba og annara samfélaga sem ekki eru komin lengra í þróuninni. Hins vegar mætti halda þessum mönnum að arðsömum störfum sem nauðsynleg eru í samfélaginu, safna saman rusli og öðru slíku. Spurning hvort ekki væri hægt að fá þá til að eyða lúpínu?

Guðjón Sigþór Jensson, 8.11.2013 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband