Rándýr hernaðarsýning

Mikið finnst mér miður að heyra af hávaðaleik Ítalska lofthersins yfir Akureyri. Þetta er sú smán sem friðsömum Íslendingum er sýnd með mikillri lítilsvirðingu. 

Alltaf fyllist eg viðbjóði á sýndarmennsku sem þessum hergagnaleikjum. Að Ísland taki þátt í þessari sýndarmennsku og borgi dýrum dómum hef eg aldrei verið sáttur við.

Þetta er arfur frá Davíð Oddssyni og Halldóri Ásgrímssyni frá því þeir reyndu báðir að halda dauðahaldi í bandarísku herstöðina fyrir 10 árum.

Því miður tókst Vinstri stjórninni ekki að losa landsmenn frá þessum þungbæru kvöðum. En mikið var rætt um þessi mál.

Nú er ríkisstjórn „Broskallanna“ okkar að tala um að strika út ýms ríkisútgjöld. Rætt hefur um að eitt af fyrstu verkefnunum verði að afnema þátttöku Ríkissjóðs að greiða fyrir tannlækninga barna og unglinga.

Hvort skyldi vera forgangsverkefni þessarar ríkisstjórnar: tannheilsa barna og unglinga eða rjúfa tengslin við hernaðarböl Evrópu. Nú vilja þeir Broskarlarnir fleygja öllum viðræðum við Evrópusambandið niður á sextugt dýpi. Hvers vegna ekki að byrja á hernaðarsýndarmennskunni?


mbl.is Orrustuþotur yfir Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Geisp......

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 12.6.2013 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 242983

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband