Ruglingsleg fyrirsögn

Fyrirsögn fréttarinnar er ruglingsleg: „Byrjuðu feril á að blekkja bankann“. Nú er ljóst að blekking getur verið mikilsverður liður í svikum og útnýta sér í hag traustið sem viðkomandi hefur. Þetta gerðu ýmsir athafnamenn í aðdraganda hrunsins, settu fram gyllandi framtíðarsýn fyrirtækja sem þeir stjórnuðu en leyndu bæði hluthafa og lánaveitendur raunverulegu ástandi.

Við lestur fréttarinnar er sagt frá nokkrum ungum mönnum sem komu góðri hugmynd í framkvæmd. Nú hefur hún heldur en ekki undið upp á sig og ungu mennirnir eru nú með pálmann í höndunum með framtíð fyrirtækis síns. Hugmyndin hefur slegið í gegn.

Þeir sem skrifa fréttir verða að forðast villandi fyrirsagnir. Eg taldi fyrst að verið væri að segja frá einhverju glæpsamlegu athæfi þar sem blekkingar og svik komu við sögu en ekki verður ráðið að neitt þannig hafi átt sér stað.

Hlutverk blaðamannsins er vandmeðfarið. Hann verður að hafa í heiðri að fréttin er nánast heilög, hún er einhver staðreynd sem verið er að segja frá og best er að lýsingin sé á sem hlutlægastan hátt. Hins vegar er túlkunin frjáls þar sem hver getur haft sína skoðun sem hann vill og telur vera sannleikanum samkvæmt.

 


mbl.is Byrjuðu ferilinn á að blekkja bankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 242981

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband