Aldarþriðjungs samstarf

Það var á tímum fyrstu vinstri meirihlutastjórnar í Reykjavík 1978-1982 sem hafið var samstarf allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Fram að þeim tíma var hvert sveitarfélag með sín skipulagsmál, engin samvinna og að sama skapi mikil sundurþykkja.

Fyrir um 60 árum vildi meirihluti hreppsstjórnar þáverandi Kópavogshrepps leita samstarfs við Reykjavík og þess vegna sameiningar sveitarfélaganna. Einn maður í sveitarstjórninni var á móti, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Þessari beiðni Kópavogshrepps var hafnað enda taldi forystusveit Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík að meirihluta þeirra yrði ógnað ef Kópavogur sameinaðist. Í Kópavogi var einkum íbúar sem ekki höfðu fengið lóðaúthlutanir á vegum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, voru andstæðingar hans og settust að í Kópavogi. Kópavogur byggðist upp sem garðskúrahverfi. Fólk kom sér upp húsum eftir efnahag, byggðu við og endurbyggðu. Þannig voru fyrstu húsin mörg hver byggð. Þetta bráðduglega fólk voru ekki fylgendur Sjálfstæðisflokksins og sjálfsagt hefur „kommagrýla“ Sjálfstæðisflokksins orðið til þess að sveitarfélögin sameinuðust ekki.

Sjálfstæðisflokkurinn beitti sér fyrir lagasetningu á Alþingi að Kópavogur öðlaðist kaupstaðarrréttindi sem varð 1955. Þetta var mun dýrari leið en hefðu sveitarfélögin sameinast þá.

Þess má geta að þegar Davíð Oddsson  endurheimti meirihluta Sjálfstæðisflokksins 1982 dró úr samstarfi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Nú blómgast þetta samstarf og er það vel.

Góðar stundir!


mbl.is Skipuleggja á hvert sveitarfélag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 242918

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband