Verða saksóttir menn hvítþvegnir af nýjum valdhöfum?

Ekki blasir vel við fylgi stjórnarflokkanna verði niðurstaða kosninganna í samræmi við mismunandi vel unnar skoðanakannanir. Sumar eru jafnvel skoðanamyndandi fremur en að mæla fylgi flokka.

Mjög sennilegt er að ef Framsóknarflokkurinn verði ráðandi í Framsóknarflokknum muni gæðingar flokksins fá „betri“ meðferð en verið hefur. Og ef Sjálfstæðisflokkurinn fer einnig í ríkisstjórn byrji ballið aftur með brask, blekkingar og spillingu á nýjan leik. Sennilega verður byrjað á að fjölga ráðherrum, kljúfa ráðuneytin niður í smærri einingar til að auðvelda helmingaskipti til valda og áhrifa.

Verður frjálshyggjudansinn stiginn að nýju? Hvað verður um  Landsbankann? Verður hann afhentur flokksgæðingum?  Þar sem ríkið á nú aðeins einn banka fær þá hinn flokkurinn Landsvirkjun í sinn hlut til að flokksgæðingar fái einnig fyrir sinn snúð?

Verður vatnið einkavætt þannig að við verðum að greiða flokksgæðingum fyrir afnot vatnsins?

Og verður tekið fram fyrir hendur Sérstaks saksóknara og dómstólanna að ónáða máttarstoðir spillingaflokkana í athöfnum sínum? Verða hvítflybbamönnum gefnar upp sakir, kannski gegn loforði um að greiða í kosningasjóði x-B og x-D?

Eitt er víst: þrátt fyrir gylliboð þá eru markmið þessara flokka ekki þau sömu og þeir gefa í skyn. Hagur hátekjumanna verður tekinn fram fyrir hag venjulegra heimila.


mbl.is Stór mál á dagskrá héraðsdóms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ef þeir fara að hræra meira í réttarríkinu en þegar hefur verið gert. Verður þá ekki bara önnur búsáhaldabylting?

Það kunna þetta allir núorðið, að kippa í handbremsuna þ.e.a.s. Það eina sem þarf er að nógu margir geri það í einu.

Athuga ber að líka að margt nýtt eða nýlegt og velvirt fólk verður inni á þingi til að veita hinum aðhald.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.4.2013 kl. 20:58

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hvað áttu við með að „hræra í réttarríkinu“? Átta mig ekki á við hvað þú átt við Guðmundur.

Guðjón Sigþór Jensson, 24.4.2013 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 242938

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband