Stóriðju inn á hvert heimili

Ætla mætti að boðskapurinn sem lesa má af Mogga sé þessi: stóriðju inn á hvert heimili.

Auðvitað er mikil freisting sem fylgir stóriðjunni, aukin atvinna sem gefa af sér útsvarstekjur og aðrar tekjur fyrir sveitarfélögin á borð við fasteignagjöld. En auðvitað eru neikvæð áhrif: einhæft atvinnulíf og sjálfsagt er vinna í stóriðjunni ekki sú hollasta sem hægt er að hugsa sér.

Eg hefi einu sinni vegna vinnu minnar að fara í álbræðslu, fremur nauðugur en viljugur. Á dagskrá ferðahóps sem eg var leiðsögumaður fyrir, var heimsókn í fremur kaldan og vægast sagt afarrafmagnað umhverfi. Áður en hópurinn fór þangað inn var öllum fyrirlagt að skilja eftir geiðslukort og önnur skilríki og muni sem viðkvæm væru fyrir sterku segulsviði. Var okkur tjáð að það eyðilegði segulröndina og búnað.

Mér hefur oft verið hugsað til þessa. Hvernig líður því fólki andlega sem vinnur stöðugt undir þessu álagi í sterku segulsviði? Það hlýtur að hafa neikvæð áhrif á líkama okkar rétt eins og debet og kreditkortin.

Ætli fylgi einhverjir atvinnusjúkdómar starfi sem þessu? Er fylgst með heilsufari þessara starfsmanna? Hvernig er með veikindi? Eru þau tíðari en gengur og gerist og hverjir eru helstu einkennin? Og hvernig endast menn í þessu starfi?

Spurningar sem þessar hafa ekki verið lagðar fram. Ríkir þöggun um málið?

Sjálfsagt eru kostir álbræðslna og annarra stóriðjufyrirtækja gylltar. En hverjir eru ókostirnir? Um þá má helst ekki minnast fremur en snöru í hengds manns húsi.

Góðar stundir, en helst með sem minnstrar stóriðju takk fyrir! Það er svo margt annað sem við getum haft gagn og starf af.


mbl.is Góður gangur í Hvalfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Já Guðjón það sæmir illa alvöru íslending að koma nálægt óðrifalegum framleiðslu störfum. Alvöru íslendingur vill geta unnið  í sparifötunum .

Ragnar Gunnlaugsson, 4.4.2013 kl. 10:04

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Svo gæti farið að stóriðjan fari fram á að flytja inn ódýrt vinnuafl til að vinna verst þokkuðu störfin.

Eg skil vel þá tilhneygingu að vinna störfin við góðar aðstæður og gera þau eins hreinleg og þokkaleg eins og unnt er.

Guðjón Sigþór Jensson, 4.4.2013 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 243050

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband