Óskiljanleg niðurstaða

Oft hefur Hæstiréttur komist að einkennilegri niðurstöðu.

Einu sinni sakfelldi hann friðsaman rithöfund og dæmdi í háar fjársektir fyrir að móðga Hitler.

Í síðasta mánuði snéri hann við niðurstöðu héraðsdóms þar sem óskað var eftir frestun á málshöfðun gegn þrotabúi Kaupþings meðan sakamál gegn Sigurði & Co væri óútkljáð. Í rökstuðningi Hæstaréttar var bent á, að ekki hefði verið sýnt fram á tjón af völdum gjaldþrots bankans rétt eins og skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis í 9 bindum hafi farið fram hjá dómurunum.

Hæstiréttur hefur oft verið gagnrýndur og einhverju sinni ritaði velþekktur fyrrum sýslumaður og þingmaður pésa sem mun vera í fárra manna höndum. Skal grafa upp pésa þennan og birta forsíðuna. Vonandi að engin eftirmál verði en meira en 60 ár eru líðin.

Svavar á alla mína samúð. Hæstiréttur er ekki alltaf á bandi lítilmagnans. Þegar braskarar geta fest kaup á fyrirtækjum og forréttingum, skipafélögum, flugfélögum, jörðum og jafnvel bönkum, stjórnmálamönnum til að hafa í vasanum, já jafnvel heilu stjórnmálaflokkana, er þá möguleiki á að kaupa hagstæða niðurstöðu í Hæstarétti fyrst þetta er allt hægt?

Góðar stundir. 


mbl.is Líður ekki eins og glæpamanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

nkl

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 15.11.2012 kl. 22:20

2 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Sumir glæpamenn virðast vera með HRétt í vasanum. Það þarf að stofna sjóð til þess að standa straum af kostnaði þeirra sem lenda í þessari aðstöðu eins og Svavar. Það geta ekki allir seilst í þýfi á aflandseyjum til þess að borga svona hluti eins og glæpamennirnir gera.

Guðmundur Pétursson, 15.11.2012 kl. 22:30

3 identicon

Eigum við ekki bara að skella þessu í nýju stjórnarskrána; Eignamenn og tekjuhærri einstaklingar skulu ætíð dæmast eftir almannarómi frekar en sönnunargögnum. Fréttamenn má ekki véfengja og frétt í fjölmiðli skal ætíð nægja til sakfellingar eignamanna.

Vöntun á svona grein er það eina sem gerir niðurstöðuna óskiljanlega. Sumir virðast nefnilega halda að þannig eigi réttarkerfið að vinna og allt annað er þeim óskiljanlegt.

sigkja (IP-tala skráð) 16.11.2012 kl. 00:02

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hver ert þú sigkja? Hvað leggst þér til að verja hæstarétt sem klárlega er vanhæfur vegna spillingar og múturþegna?

Sigurður Haraldsson, 16.11.2012 kl. 09:02

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Alla vega þorir þú ekki að koma undir nafni það segir meir en þúsund orð ræfillinn þinn!

Sigurður Haraldsson, 16.11.2012 kl. 09:03

6 identicon

Skrítið hvað menn eru fljótir að gagnrýna nafnleynd og grípa til uppnefna þegar þeir eru komnir í rökþrot.

sigkja (IP-tala skráð) 16.11.2012 kl. 12:21

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þegar fólk kemur inn á síður og þorir ekki að birta naf sitt þá er ekki hægt að rökræða við þannig fólk því það gæti allt eins verið geymvera!

Sigurður Haraldsson, 16.11.2012 kl. 15:08

8 identicon

Skrítið hve sumt fólk virðist halda að 2+2 hljóti að vera eitthvað annað en 4 ef þeir geta ekki rakið ættir þess sem svarar í 10 ættliði.

sigkja (IP-tala skráð) 16.11.2012 kl. 15:18

9 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Útkoman getur ekki verið 4 þegar um 0 er að ræða þá kemur alltaf talan 0.

Sigurður Haraldsson, 16.11.2012 kl. 16:52

10 Smámynd: Landfari

Sigurður, það er lítið mark takandi á manni, þó hann skrifi undir nafni, ef hann getur ekki gagnrýnt málefnalega það sem til umfjöllunar er.  Það skiptir ekki máli í rökræðum hver segir það sem sagt er heldur hvað og hvernig það er sagt.

Nú ert þú búinnn að fullyrða að hæstiréttur sé vanhæfur vegna spillingar og mútuþegna en ekkert fært fram máli þínu til stuðnings.

Þú ert líka búinnað fullyrða að sigkja sé ræfill og hugsanlega geimvera en líka viðurkenna að þú vitir ekkert hver viðkomandi er.

Hvar eru rökin fyrir þessum fullyrðingum svo hægt sé að rökræða þetta við þig? Það er það sem vantar en það breytir engu fyrir þá umræðu hvort þú heitir Sigurður eða Guðmundur.

Það vill nú svo til að ég er að því leitinu til sammála þér að vera hissa á þessari niðurstöðu Hæstaréttar en það er lítt upplýsandi fyrir umræaðuna að lesa svona innistæðulausar fullyrðingar og oórökstudda sleggju dóma eins og  þú setur fram hér, þó það ségert undir nafni.

Ég var jafn hissa á niðurstöðu Hæstaréttar í öðru máli gegn Jóni Ásgeiri, Baugsmálinu svokallaða. Þar var m.a. Jón sýknaður af hlutum sem mér fannst liggja í augum uppi að væru refsiverð. Eins og þegar hann kaupir persónulega 10/11 og selur aftur korteri seinna til almennigshlutafélagsins Baugs, þar sem hann var stjórnarfornaður og forsvarsmaður, með hundruð milljóna hagnaði.

Ekki veit ég hvað svona gernigur er kallaður, umboðssvik eða eitthvað annað en Hæstiréttur kallaði þetta bara eðlileg viðskipti. Hafandi þann úrskurð í vasanum er engu líkara en manninum hafi talið sér flestir klækjarefsleikir heimilir og er það að sumu leiti skiljanlegt. 

Landfari, 17.11.2012 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 242949

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband