Áróður Hagsmunasamtaka heimilanna

Á undanförnum dögum hafa svonefnd Hagsmunasamtök heimilanna beitt sér fyrir mikillri herferð með fremur ósmekklegum auglýsingum. Forsvarsmenn þeirra hafa fallið í slæma gildru: að draga til ábyrgðar þá stjórnmálamenn sem engan þátt áttu í bankahruninu og gátu á engan hátt komið í veg fyrir það eins og Geir Haarde hefði þó getað gert hefði hann staðið vaktina betur í aðdraganda hrunsins.

Auðvitað er meginástæðan ofmikil bjartsýni og óhófleg skuldsetning í aðdraganda hrunsins. Allt of margir trúðu á glórulítið hjal um nánast endalaust góðæri sem engan enda átti að taka. Meira að segja allmargir þingmenn Sjálfstæðisflokksins tóku einnig þátt í þessari miklu bjartsýni og má benda á brask Þorgerðar Katrínar og manns hennar varðandi Kaupþing.

Hagsmunasamtök heimilanna virðist vera mjög pólitísk samtök sem virðast fremur gefa sig fram að grafa undan ríkisstjórninni fremur en að gæta hag allra heimila í landinu. Það eru nefnilega ekki öll heimili í landinu sem rekin hafa verið með lánsfé í góðæri. Sem betur fer eru það fjöldinn öll þar sem forðast er sem heitan eldinn að taka lán enda verða allir að gera sér ljóst að þau verði að endurgreiða.

Hægri menn og afturhaldstittar mættu hafa það sem Hólmsteinninn boðasði um árið: Hádegisverðurinn er ekki ókeypis - og við má bæta nema einhverjir aðrir borgi. Lánin eru lán en ekki gjöf.

Áfram góðar stundir með Jóhönnu og Steingrími!


mbl.is „Vandi okkar er mikill“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Góðan dag, þú ert ekki að ná þessu kallinn um er að ræða óréttlæti sem núverandi stjórnvöld lofuðu að taka á en hafa ekki gert fjármagnseigendur hafa enn og aftur verið tryggðir bak og fyrir en skuldarar látnir borga brúsan með verðtrygginguni við þetta kerfi verður ekki unað! Ef kerfið getur ekki losnað undan verðtryggingu þá verður að einfalda það og smækka! Ánægður er ég að við erum farin að grilla í endalok Steingríms og Jóhönnu!

Sigurður Haraldsson, 14.11.2012 kl. 07:50

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Sigurður sumir eru blindir á orð og ábyrgð þeirra. Guðjón Sigþór er greinilega einn af þeim sem finnst allt í lagi að Ríkisstjórnin ljúgi sér til framdráttar eins og Ríkisstjórnin hefur gert og gerði til að koma sér til valda...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 14.11.2012 kl. 08:06

3 Smámynd: Óskar

Sigurður og Ingibjörg geta varla beðið eftir að fá LÍÚ klíkuna aftur til valda sem hefur lofað að afnema veiðigjöldin, lækka skatta (bara samt á hátekjufólk) og svo halda þau að sjálfstæðisflokkurinn sé líklegur til að hafa hag þeirra efnaminni í forgangi eins og hann hafi einhverntímann gert það!!  Sælir eru einfaldir segi ég nú bara.

Óskar, 14.11.2012 kl. 08:47

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Óskar margur heldur mig sig...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 14.11.2012 kl. 08:52

5 Smámynd: Hjörleifur Harðarson

hrunið er eitt ... en ég man ekki til þess að það hafi verið neitt hrun allra síðustu ár.

það er spurining um það hvort stjórnmála menn hafi yfirleyt einhver áhuga á raunveruleikanum.

Hjörleifur Harðarson, 14.11.2012 kl. 09:02

6 Smámynd: Óskar

Ingibjörg - segðu okkur nú frá því hvað sjálfstæðisflokkurinn vill gera í lánamálum heimilanna, I can´t wait!

Hjörleifur, hér varð eitt versta efnahagshrun sem dæmi eru um á vesturlöndum haustið 2008, fyrir 4 árum.  Hélstu að því yrði reddað bara sisvona yfir eina nótt eða svo ?  Sá árangur sem þó hefur náðst síðan þá er nú notaður erlendis sem kennslubókardæmi um hvernig þjóðir vinna sig útúr kreppu.  Höfum það alveg á hreinu að sjallar komu okkur í þennan drullupott og þeir hafa svo lítið gert annað en að þvælast fyrir björgunarstarfinu.   Þeirra aðkomu er ekki óskað í nánustu framtíð að stjórnun landsmála, við höfum séð nóg takk fyrir.

Óskar, 14.11.2012 kl. 12:40

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

svonefnd Hagsmunasamtök heimilanna

Eru það einhver samtök sem urðu til eftir "svokallað" hrun? Væntanlega samanstanda þau líka einungis af fólki af "sjálfhverfu" kynslóðinni, ekki satt? Og hver er það sem hér að kasta fram bullandi áróðri?

Um það bil það eina sem er rétt hjá þér í þessu og ekki sjálft grímulaus áróður, er að vissulega eru þetta pólitísk samtök. Í þeim er nefninlega fólk úr öllum flokkum og stuðningur við þau er þverpólitískur.

Nokkrar spurningar: Varstu á fundinum? Veistu hvað var rætt þar? Hefurðu lesið lög um neytendalán? Hefurðu lesið nýja frumvarpið um neytendalán? Hefurðu kynnt þér umsögn hagsmunasamtakanna um það?

Svör óskast.

Guðmundur Ásgeirsson, 14.11.2012 kl. 12:58

8 identicon

"Guðjón Sigþór er greinilega einn af þeim sem finnst allt í lagi að Ríkisstjórnin ljúgi sér til framdráttar eins og Ríkisstjórnin hefur gert og gerði til að koma sér til valda..." Ingibjörg rökstuddu mál þitt,,,,,,,,,,,

Sigurður H.Einarsson (IP-tala skráð) 14.11.2012 kl. 16:56

9 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Leyfi mér að blása á þá fullyrðingu að núverandi stjórnvöld hafi beitt sér fyrir óréttlæti og svikum. Er unnt að lofa meiru en unnt er að efna? Lofaði ríkisstjórnin að strika út skuldir þeirra sem ekki sýndu akkúrat ekki neina fyrirhyggju og þess hluta þjóðarinnar sem láta vildu allt vera í óreiðu? Tek undir með Óskari að samúð íhaldsins með vægast sagt furðulegum málflutningi talsmanna Hagsmunasamtaka heimilanna vekur tortryggni. Íhaldið byggði upp skattaparadís hátekjumanna á Íslandi með Framsóknarflokknum, gaf kvóta til að braska með banka og sparifé þjóðarinnar. Bindiskylda bankanna var nánast afnumin, allt eftirlit með bönkunum nánast engin og allt leyft að fara til andskotans. Um 90% hlutabréfa landsmanna varð að engu. Ekki hefur Hagsmunasamtök heimilanna tjáð sig neitt um tjón þeirra sem vildu sýna fyrirhyggju og spara sem mest og forðast lán.

Ekki hefi eg kynnt mér söguskoðun ungra íhaldsmanna sérstaklega. Það kæmi mér ekki á óvart að í þeim Valhallarsannleika verði því haldið fram að bankahrunið væri öðrum að kenna en Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum.

En af ávöxtunum skulum við þekkja þá! 

Guðjón Sigþór Jensson, 14.11.2012 kl. 17:34

10 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Í dag bjóða allir bankarnir upp á óverðtryggð húsnæðislán og innan skamms mun Íbúðalánasjóður gera það líka. Hvert er þá vandamálið?

Ef þetta fólk vill ekki verðtryggð lán af hverju endurfjármagnar það þá ekki bara verðtryggðu lánin sín með óverðtryggðum lánum í stað þess að heimta að stjórnvnöld banni verðtryggðu lánin? Af hverju á að banna þeim að taka verðtryggð lán sem kjósa þau frekar en óverðtryggð lán?

Sigurður M Grétarsson, 14.11.2012 kl. 23:27

11 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég þakka hagsmunasamtökum heimilanna fyrir allt það góða starf sem þau hafa unnið. Það er ekki víst að allir geri sér grein fyrir hversu gríðarlega mikilvægt þeirra starf hefur verið, fyrir almenning þessa lands.

Það halda sumir að hægt sé að horfa framhjá verðtryggingar-lánum (ránum), með því að benda á að ræningjarnir bjóði nú óverðtryggð lán! Hvað hjálpar það þeim sem sitja uppi með ólöglegu verðtryggðu lánin, og óbætt bankarán?

Það væri gott ef einhverjir verðtryggingar-verjendur gætu svarað þeirri spurningu að hreinskilni og heiðarleika!

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.11.2012 kl. 00:57

12 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jú það hjálpar þeim með þeim hætti að þeir geta nú tekið óverðtryggð lán og borgað verðtryggðu lánin upp með þeim. Þar með eru þeir lausir við verðtrygginguna. Það er beinu bverðtrygginguna. Lántakar losna aldrei við verðtrygginguna hvorki hér á landi nér annars staðar. Ef hún er ekki bein þá er hún óbein í formi nafnvaxta sem taka mið af verðbólguspá og raunávöxtunarkröfu.

Meðan verðtryggð lán hafa ekki verð dæmd ólögleg getum við ekki gengið út frá öðru en að þau séu lögleg. Komist Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að þau séu ólögleg þá verða þau leiðrétt. Komist Hæstiréttur hins vegar að þeirri niðurstöðu að þau séu löglega þá geta lántakar sem ekki vilja verðtryggð lán endurfjármagnað þau með óverðtryggðum lánum eins og ég hef áður sagt.

Hitt er annað mál að þeir sem halda að það leysi einhver vandamál að banna verðtryggingu eiga eftir að verða fyrir miklum vonbrigðum ef það verður raunverulega gert. Það leysir nefnilega engin vandamál að banna verðtryggingu en skapar nokkur vandamál. Meðal vandamála sem bann við verðtryggingu skapar er mun hærri gereiðslubirði á fyrri helmingi lánstímans sem mun útiloka stóra hópa frá því að kaupa sér íbúð sem gætu það vel ef lánin væru verðtryggð auk þess sem óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum hafa mun meiri sveiflur í greiðslubyrið en verðtryggð lán og því mun meiri óvissu um greiðslubirði næstu ára. Menn skulu aðgæta hvears þeir óska sér því ósk þeirra gæti orðið að veruleika.

Sigurður M Grétarsson, 15.11.2012 kl. 09:07

13 Smámynd: Marteinn Sigurþór Arilíusson

Ææææ Guðjón ekki vera heimskur.Þú segir að hagsmunasamtök heimilanna séu pólitísk samtök sem reyni að grafa undan ríkisstjórninni.Það þarf engin samtök til að grafa undan þessari hand ónýtu ríkisstjórn.Hún hefur alveg séð um að gera það sjálf.

Marteinn Sigurþór Arilíusson, 15.11.2012 kl. 18:27

14 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þetta er rangt hjá Mosa. Verðtryggð lán eru nefnilega gjöf. Gjöf þeirra sem vinna til þeirra sem vinna ekki.

Maður sem tekur verðtryggt lán sem kostar 10 þúsund klukkustunda vinnu, borgar til baka 25 þúsund klukkustunda vinnu.

15 þúsund klst. eru sjö og hálft ár í launalausri vinnu hjá bankanum/ÍLS. Mér finnst það mjög rausnarleg gjöf.

Theódór Norðkvist, 15.11.2012 kl. 22:30

15 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Marteinn. Þetta er rangt hjá þér. Hingað til hafa laun hækkað meira en vístala neysluverðs til verðtryggingar til lengri tíma litið þó vissulega hafi komið styttri tímabil þar sem því var öfugt farið. Hins vegar hefur í öllum tilfellum verið þannig að launavísitala hefur að meðaltali hækkað meira en vísitala neysluverðs að meðaltali yfir 40 ár sem er algengasti lánstími verðtryggðra lána. Því er það svo að meðalvinnutími sem þarf til að greiða verðtryggt lán hefur í öllum tilfellum á endanum verið minni tími í heildina en nam þeim fjölda vinnutíma sem hefði þurft til að greiða lánsupphæðina þegar lánið var tekið.

Þetta hefur líka gert það að greiðslubyrði lánanna sem hlutfall af launum hefur alltaf farið lækkandi yfir lánstíman þegar litið er á hann í heild.

Það sama á við um húsnæðísverðið. Það hefur í öllum tilfellum hækkað meira að meðaltali á landinu heldur en neysluvístiala yfir 40 ára tímabil þó vissulega séu til staðir á landinu þar sem orðið hefur mikið hrun í fasteignaverði þannig að þessu er ekki þannig farið en í þeim tilfellum hefur það verið hrunið í fasteignaverði sem hefur orsakað tap húsnæðiseigandans en ekki verðtryggingin.

Sigurður M Grétarsson, 15.11.2012 kl. 23:54

16 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Því miður hafa forystumenn Hagsmunasamtök heimilanna fallið á prófinu: Af hverju setja þeir málin svona upp: Allt sem ríkisstjórnin hefur verið að gera er einskis virði og gera á ráðherra hennar ábyrga! Engin rök eru fyrir .þessari vafasömu fullyrðingu.

Hins vegar virðist gleymast að í hruninu fara bankarnir allir með tölu á hausinn. Tekin er sú ákvörðun af ríkisstjórninni (var það fyrir eða eftir 1.2.2009?) að þrotabú bankanna skyldu afhent helstu kröfuhöfum sem eru erlendir vogunarsjóðir og þar með braskarar að undanskildum Landsbanka sem enn er á framfæri ríkisins. Þessum bönkum er enn stjórnað meira og minna af bröskurum þar sem ríkisstjórnin hefur ekki lengur forræði. Hins vegar getur ríkisstjórnin beitt sér fyrir lagasetningu á Alþingi sem misjafnlega gengur að koma í gegn, sennilega með andstöðu fulltrúa brasakaranna sem enn leika lausum hala.

Í mínu ungdæmi var sagt að í svona tilfelli væri verið að hengja bakara fyrir smið. Og í þessu tilfelli eru forystusauðir Hagsmunasamtaka heimilanna að ganga fram sem meðreiðarsveinn braskaranna sem ekkert óska sér heitar en að koma þessari ríkisstjórn fyrir kattarnef.

Svo einfalt er þetta mál.

Hefðu forystumenn Hagsmunasamtaka heimilanna beint andmælum sínum gegn bönkunum væri málstaður þeirra eðlilegri og málefnalegri enda beint gegn réttum aðilum!

Guðjón Sigþór Jensson, 17.11.2012 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband