Dæmi um mál sem má finna lausn

Tvennt er það sem við getum ekki valið fyrirfram: Við getum ekki valið okkur foreldra og við getum ekki valið okkur granna.

Hvernig til tekst er oft undir okur sjálfum komið.

Sitthvað kann að vera sem okkur líkar ekki. Hvernig bregðumst við? Reynum við að fara strax í aðgerðir með því að fara í hart, kæra viðkomandi og óskum eftir að viðkomandi fjarlægi mannvirki? Eða veljum við „diplómatíska“ leið, reynum að hitta vel á grannan og ræða við hann á friðsamlegum nótum um það sem okkur finnst?

Spurning er hvor leiðin komi okkur nær markmiðinu?

Heitir pottar eru að verða stöðugt vinsælli. Sumir eru viðkvæmir en aðrir fyrir að sjá aðra á adams og evuklæðum og það geta verið ástæður fyrir því. Aðrir eru viðkvæmir fyrir hvenær granninn noti heita pottinn. Það nær t.d. ekki nokkurri átt að valda granna óþarfa ónæði t.d. um mðjar nætur.

En hvernig mætti draga úr núningi milli granna? Það mætti setja upp trégirðingu þar sem byrgir sýn og veitir skjól. Jafnvel runni gæti gert svipað gagn. Garður er granna sættir.

Í þessu tilfelli væri ábyggilega unnt með góðum vilja leysa þessi vandræði. Þar verða báðir aðilar að gefa eitthvað eftir og sýna hvor öðrum skilning á gagnkvæmum sjónarmiðum. Smádeila sem unnt væri að leysa á friðsaman hátt gæti jafnvel aukið skilning og virðingu.

Sjálfur bý eg í fremur gamalgrónu og rólegu hverfi í Mosfellsbæ þar sem allt er mjög friðsamlegt. Það er helst sem raskar ró okkar þegar einhver í grenndinni virðist vera fullur og finnur rakettur og lætur freistast að skjóta þeim í loft upp, já á öðrum kvöldum en gamlárdagskvöld og það stundum seint. Nú hefur ekki heyrst í fírverkinu í nokkrar vikur. Vonandi eru allar raketturnar búnar!

Eigum við samt ekki að þykja vænt um granna okkar? Þeir eru okkur dýrmætir meðan allir lifa með sama hugarfari: sýna öðrum virðingu og traust, jafnvel aðstoð þegar á reynir og þarf á samhug að halda.

Vonandi tekst þessum grönnum sem fréttin fjallar um að finna góða lausn á þessum smávanda en án illinda og tortryggni.

Góðar stundir!


mbl.is Setlaug þrætuepli nágranna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 242979

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband