Hótanir hrunforystunnar?

Tónninn í tali Bjarna Benediktssonar hljómar eins og hótun. Ríkisstjórnin hefur ekki átt neina sældardaga eftir hrunið sem Sjálfstæðisflokkurinn ber meginábyrgð á. Á þeim bæ var vaðið á súðum og engu skeytt um að sýna minnstu ábyrgðartilfinningu. Þar var allt keyrt í botn til að hámarka gróða þeirra afla sem standa á bak við Sjálfstæðisflokkinn. Þar skipti engu máli þó þrengt væri að hag þeirra sem minna mega sín en allt gert til að draga úr sköttum stóreignamanna og gróðamanna. Meira að segja dregið úr eftirliti til þess að „dáðadrengirnir“ væru ekki truflaðir við að raka saman stórgróða á kostnað okkar hinna.

Bjarni Benediktsson er nátengdur þeim öflum sem óðu á súðum í aðdraganda hrunsins. Hann sjálfur er stóreignamaður og fjölskylda hans hefur miljjarða hagsmuni á því að aftur verði unnt að hefja sama leik og áður. hindrunin er ríkisstjórnin sem í dag hefur mjög nauman meirihluta á þingi, eða aðeins eitt þingsæti!

En ríkisstjórnin stendur styrk þrátt fyrir allt. Hún er málefnalega vel innstillt á að verkefni hennar er að koma okkur frá erfiðleikapyttinum sem Sjálfstæðisflokkurinn átti meginþátt sinn í að draga okkur ofan í. Við viljum velferðarsamfélag allra eins og það tíðkast á Norðurlöndunum sem hefur verið Sjálfstæðisflokknum mikill þyrnir í augum.

Í mínum huga eru þessar hótanir Bjarna forystusauðs Sjálfstæðisflokksins eins og hvert annað hjóm. Tónninn er falskur. Hann einkennist af þeim græðgishug sem auðmenn virðast vera bundnir.

Á Sjálfstæðisflokkurinn að verða „kjölfestan“ íslenskra strjórnmála? Vonandi ekki. Við höfum fengið okkur fullsadda af „kjölfestufjárfestum“ hvort sem þeir fjárfesta í fyrirtækjum með lánsfé eða Sjálfstæðisflokknum sem virðist vera ásamt Framsóknarflokknum meginathvarf spillingaraflanna á Íslandi.

Góðar stundir en án spillingaraflanna!


mbl.is Stjórnarkreppa eða uppbygging
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Amen.

hilmar jónsson, 17.3.2012 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 242980

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband