Lágkúrlegur fíflagangur

Ótrúlegt er hversu menn leggjast lágt í vitleysu. Að telja að eitt mesta viðskipta- og herveldi heims hafi áhuga á að byggja upp friðsama ferðaþjónustu kannski 10-15 vikur á ári á einu erfiðasta veðravíti á Íslandi er þvílíkur barnaskapur að nánast tárum taki.

Halda þessir menn virkilega að fyrir Kínverja vaki að greiða niður ferðaþjónustu á forsendum heimamanna við mun erfiðari aðstæður en er t.d. við Mývatn?

Augljóst er að Kínverjar eru sem eitt mesta viðskipta- og herveldi heims meða allt öðru vísi hugmyndir. Þeir hafa verið þekktir fyrir gríðarleg umsvif í margs konar framleiðslu sem grundvallast á frjálsri meðferð hugverka, lágum launum og aðstæðum verkafólks sem þykja ekki við hæfi. Það er svo augljóst m.a. með hliðsjón af vaxandi umsvifum þeirra í Afríku einkum austanverðri, að þeir leggja ofurkapp á að byggja upp viðskiptaveldi sem nær um alla heimsbyggðina. Ísland er liður í þessari útrás þeirra og þeir dulbúa „innrásina“ þannig að sumir Íslendingar liggja gjörsamlega flatir fyrir þessum gylliboðum.

Raunveruleg langtíma markmið kunna m.a. að vera að koma upp þjálfunarbúðum fyrir kínverska herinn en Grímsstaðir er kjörinn vettvangur slíkra æfinga. Kínverjar vita ofurvel að Íslendingar eru upp til hópa mjög opnir fyrir alls konar dellum, eins og utanvegaakstri, vélsleðum, fjórhjólum og öðru slíku. Þeir eiga það sameiginlegt að þeim er viðkvæm náttúra ekki svo mikils virði að allt megi undir yfirskyni einhvers frelsis. Þar fara saman áhugamál margra landa og hugsanlegra markmiða Kínverja. Við skulum ekki gleyma, að sendiráð Kína er á Norðurlöndum langstærsta hér á landi og jafnvel víða. Þeim ætti að vera fyllilega ljóst hversu langt er unnt að teygja sig að afla hagsmuna.

Þegar Kínverjar hafa tryggt sér baklandið má ábyggilega reikna með að þeir vilji tryggja sér greiðan aðgang að hafinu. Þeir gætu óskað eftir því að kaupa upp með manni og mús lítil sjávarþorp eins og Kópasker, Raufarhöfn, Þórshöfn eða Vopnafjörð með hafnaraðstöðu. Og í framhaldi færðu þeir sig upp á skaftið og vildu kaupa Húsavík og jafnvel Akureyri, Seyðisfjörð eða Reyðarfjörð.

Ísland er kjörinn stökkpallur milli Evrópu og austurstrandar N-Ameríku, m.a. vegna styttri siglingarleiða um heimskautalöndin. Gríðarlegir hagsmunir ört stækkandi heimsveldis. Í millitíðinni væru þeir búnir að tryggja sér lönd á milli Grímsstaða og hafna enda eru næg efni hjá Kínverjum til kaupa á landi og landsréttindum, rétt eins og fyrrum væri „plenty of money“ fyrir „Westan“.

Þegar hér eru komnar inn í landið tugir, hundruðir þúsunda, jafnvel milljónir Kínverja, ætli mörgum bóndanum þætti ekki orðið nokkuð þröngt fyrir dyrum?

Er nauðsynlegt að ganga með grasið í skónum alla leið til Kínaveldis í leit að einhverju sem menn hafa ekki hugmynd um?

Í mínum augum er um lágkúrulegan fíflagang að ræða.

Góðar stundir.


mbl.is Fundar áfram með Huang Nubo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 242981

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband