Með grasið í skónum

Furðulegt er að nokkur heilvita maður leggi fyrir sig langt ferðalag til að grátbiðja einhvern „fjárfesti“ að koma aftur. Hugmyndir þessa Kínverja eru að öllum líkindum allt aðrar en væntingar heimamanna. Forsendur fyrir ferðaþjónustu á Grímsstöðum þar sem vænta má eins versta veðravítis á Íslandi verða aldrei raunhæfar nema yfir hásumarið. Á öðrum tímum má e.t.v. nota aðstöðuna fyrir þjálfun hermanna við erfiðar aðstæður. Þess má geta að Kínverjar eru með mjög stórt og fjölmennt sendiráð í Reykjavík. Sennilega er það stærra og fjölmennara en bandaríska sendiráðið. Mjög líklegt er að Kínverjar vilji fá hafnaraðstöðu þegar þeir hafa tryggt sér baklandið.

Hver greiðir fyrir þetta flandur landa okkar austur í Kínaveldi? Skattborgarar á Norðausturlandi? Ætli svo reynist ekki því varla borga þeir úr eigin vasa.

Sennilega verður varla gengið lengra með grasið í skónum og austur til Kína.

Mjög líklegt er að meira en milljarður Kínverja hlæji að þessari endalausu bjartsýni nokkurra manna á Íslandi. Þessir herramenn haga sér eins og börn. Því miður.


mbl.is Fundar með Huang í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Fyrir utan hvað það er lágt lagst að fara að leppa jarðakaupin fyrir kínverjann.

Sigurður Hreiðar, 9.2.2012 kl. 22:06

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Satt best að segja skil eg ekkert í þessu.

Fyrir Kínverjum vakir væntanlega allt annað en friðsamleg ferðaþjónusta á mjög erfiðum stað. Ferðaþjónusta við Mývatn er kannski 10-12 vikur yfir hásumarið, í hæsta lagi 15 vikur. Á Grímsstöðum sem liggja hærra er „nýtingartímabilin“ sennilega enn styttra.

En þar væri kannski kjörið að reka æfingabúðir t.d. fyrir hermenn við erfiðar aðstæður.

Guðjón Sigþór Jensson, 10.2.2012 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 242982

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband