Byggð við ysta haf

Ótrúlegt að enn skuli Árneshreppur á Ströndum vera enn í byggð allt árið. Þarna er ábyggilega mjög fagurt á sumrin, en yfir vetrartímann, þá hlýtur þetta byggðarlag að vera með þeim afskekktari í landinu. Að hugsa sér að næsta vetrarþjónusta verður ekki fyrr en í mars! En fólk þrífst þarna og ef því líður vel, þá á það að fá að vera þar svo lengi sem vilji er og heilsa leyfir.

Þegar eg starfaði á póstinum þá var póstur sendur flugleiðis á Gjögur, Finnbogastaði og Norðurfjörð. Ekki veit eg hvernig það er núna en opinber þjónusta við  afskekkt byggðarlög hlýtur að vera mjög dýr. Atvinna fremur einhæf og sjálfsagt fyrst og fremt tengt sauðfénaði og eitthvað sjávarnytjum, ferðaþjónusta á sumrin sem vonandi vex með hverju árinu sem líður.

Verð að viðurkenna að aldrei hefi eg komist norðar en í Bjarnarfjörð. Sambýlismaður ömmu minnar sálugu sem bjó á Akranesi var frá Krossnesi. Hann var af þeirri frægu ætt sjósóknara sem kennd hefur verið við Ófeigsfjörð, hákarlaveiðimenn og dugnaðarforka. Eg minnist úr því ágæta húsi á Akranesi málverks frá Trékyllisvík þar sem Reykjahyrna var áberandi handan víkurinnar. Nánast hverju sinni sem eg svaf í húsi þeirra, var málverkið sem sofnað var frá og aftur vaknað við að morgni.


mbl.is Vegurinn opnaður vegna jarðarfarar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Þeir hafa alltaf verið sjálfum sér nógir þarna í Árneshreppi og kunna sínum lifnaðarháttum vel. Ég held þeir hafi báta til að komast af bæ ef svo ber undir.

Sagt er að Reykjahyrna á Ströndum kallist á við systur sína Reykjanibbu í gamla Torfalækjarhreppi nú Húnavatnshreppi.

Það er gott að koma í laugina á Krossnesi hún er niður við fjöruborð og afslappandi að rölta þarna eftir veginu og hlusta á sjávarölduna við ströndina.

Mikil náttúrufegurð á Ströndum.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 13.1.2012 kl. 21:41

2 identicon

Já, auðvitað hlýtur það að vera "dýrt" miðað við höfðatöluna að halda uppi þjónustu við Strandirnar alveg norður úr. En eftir að hafa lagt leið mína þangað, eins norðarlega og bíllinn bar mig og notað nokkra daga í að skoða mig um þarna, er ég viss um að það er þess virði að gera það sem gera þarf til að halda þessu svæði í byggð og þá samgöngum í sómasamlegu lagi.

Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 14.1.2012 kl. 00:55

3 identicon

Þeim hefði verið nær, íbúunum í Árneshreppi á Ströndum, að halda í hann Séra Jón, þá hefðu þeir amk. getað án vandræða komið þeim í jörðina sem hrökkva upp af standinum, á þessum útnára. Séra Jón var fínn í messugjörðinni, og af myndinni að dæma sá ég fátt athugavert við framgöngu prestsins. Nei, heldur láta þeir ágirndina hlaupa með sig í gönur, klaga prestinn fyrir einhver smáatriði, og flæma hann í burtu. Mátulegt væri að þeir fengju engan prest til sín, að jarða eða gera önnur prestsverk.

sammi (IP-tala skráð) 14.1.2012 kl. 17:58

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þorsteinn: Reykjahyrna og Reykjannibba eru áþekk úr fjarlægð, ekki hefi eg heyrt um að þessi fjöll „kallist á“ og séu systur. Fróðlegt væri að heyra meira af þessu.

Bergur: Ekki hefi eg komið lengra norður á Strandir en að Laugarhóli í Bjarnarfirði. En hversu langt verður komist áfram á venjulegum bíl? Eru kannski bróðir sr. Jóns sem méwr skilst að hafi verið nánast flæmdur burt? Mér fannst þessi mynd vera kannski betur ógerð og ósynd en gerð og sýnd. Betra hefði verið að hafa styttri mynd almennt um Árneshrepp en ljóst er að náttúrufegurð er mikil þarna.

Sammi: Mér skilst að einhverjum hafi séð ofsjónir yfir hlunnindin prestsins af eynni sem talin er hafa verið meiri en að 60 sauðum. Að fornu hafa þessi hlunnindi verið því meira en 10 hundruð að fornu mati.

Þakka góðar athugasemdir.

Guðjón Sigþór Jensson, 15.1.2012 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 242949

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband