Ranghverfa einkarekinnar þjónustu

Brjóstastækkanir eru að verulegu leyti vegna tískubólgu. Fyrir nokkrum árum óskaði fermingartelpa sér stærri brjóst í fermingargjöf!

Hverjir eru það sem ýta undir þessa þörf annað en þeir sem selja betri ímynd kvenna? Eins og kvenlíkaminn er ekki fallegur eins og hann er? Þó svo að brjóst þroskist e-ð seinna eftir væntingum þá sér náttúruan sjálf um þetta. Brjóstastækkun er yfirleitt vitaóþörf læknisaðgerð.

Nú kemur í ljós að lýtalæknir hafi flutt inn á eigin spýtur umdeilda silikonpúða sem virðast hafa snemma verið litnir tortryggni. Hvenær lækninum verður ljóst að hann hafi verið að flytja inn gallaða vöru sem auk þess virðist ekki hafa staðist kröfur heilbrigðisyfirvalda verður vætanlega lykilatriði í málaferlum. Þar reynir á hvort hann sé „bona fide“ eða „mala fide“, hvort hann hafi verið grunlaus flutt þessa varasömu fyllingarefni til brjóstastækkunar, eða vissi hann eða mátti vita að þessi vara væri ekki gallalaus?

Einkaþjónusta lækna er yfirleitt rándýr. Og þegar ríkið og samfélagið verður að hlaupa undir bagga þegar upp kemst um alvarleg mistök þá er spurning hver ber ábyrgð?

Læknar geta keypt sér tryggingu til þess að hafa vaðið fyrir neðan sig ef þeir telja sig geta gert mistök og geta bakað sér skaðabótaábyrgð.

Þetta mál verður sennilega til þess að konur geri sér grein fyrir því að fegurstu brjóstin eru þau sem þær hafa en ekki einhvert gervi.

Undantekningar eru auðvitað frá reglunni eins og t.d.þær konur sem vegna krabbameins, slyss eða  annarra orsaka þurfa á þessu að halda. En alltaf ber að gera ströngustu kröfur til efnisnotkunar og meðferðar. Þar dugar ekkert kák og kæruleysi.


mbl.is Jens hættur á Landspítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Hvað kemur þessi vandi einkarekinni þjónustu við? Er hið opinbera alviturt?

http://www.amx.is/fuglahvisl/17979/

Varðandi ábyrgðina verður sennilega skorið úr henni fyrir dómstólum, veit ekki betur en lögmaður nokkur verði fulltrúi þeirra kvenna sem lentu í þessari óskemmtilegu lífsreynslu og þær munu sjálfsagt höfða mál ef þær eru ekki sáttar.

Helgi (IP-tala skráð) 14.1.2012 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 242949

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband