Mengandi starfsemi

Á Vesturlöndum er að verða algengara með hverju árinu að allir aðilar sem hafa einhverja mengandi starfsemi beri að greiða fyrir. Nú þurfa álver og áþekk fyrirtæki að útvega sér mengunarkvóta, oft með miklum kostnaði.

Hér á landi hefur lengi vel verið viðkvæðið: „Lengi tekur sjórinn við“ og lýsir kæruleysi okkar gagnvart umhverfinu. Hingað til hefur ekki verið rukkað fyrir mengun sérstaklega en kolefnisgjald hefur verið sett á innflutt eldsneyti.

Á næstu árum verða að öllum líkindum meir kröfur settar og þá sérstaklega sérstakur skattur á mengandi starfsemi, m.a. á álver. Mengunargjald þekkist hvarvetna í iðnríkjunum og er eðlilegt að vaxandi kröfur séu gerðar til meir hollustu umhverfisins.

Eðlilegt er, að athyglin beinist að flugeldum, blysum og brennum. Gríðarleg mengun er af völdum þessa og ljóst að erfitt verður að leggja umhverfisgjald á iðnaðinn sé þessi starfsemi sé látin afskiptalaus. Kannski mætti draga stórlega úr innflutningi og notum af blysum og flugeldum með því að leggja umhverfisskatt á þetta og leyfisumsókn fyrir brennu sé samsvarandi miðað við magn eldsmatar.

Margt sem fleygt er á brennur má nýta betur. Þannig má nota vörubretti til að mynda skjól fyrir skógrækt á erfiðum vindasömum stöðum eins á Kjalarnesi, undir Eyjafjöllum, Hafnarfjalli og að ógleymdum Öræfum þar sem oft er mjög vindasamt.

Góðar stundir.


mbl.is Á við allan iðnaðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband