Furðuleg yfirlýsing Davíðs

Þetta er vægast sagt mjög kostuleg traustyfirlýsing manns sem hrakti forsetaembættið úr Stjórnarráðshúsinu á sínum tíma. Davíð og Ólafur voru engir perluvinir í þinginu, öðru nær. Man nokkur eftir frægu styggðaryrði sem ÓRG hafði um DO hérna um árið?

ÓRG klauf þjóðina í tvær fylkingar í stað að sameina hana með afstöðu sinni gegn Icesave samningunum. Með þeim var einföld lausn fengin en féll íhaldsmönnum ekki í geð enda hafa þeir ekki viljað fallast á að hafa borið neina ábyrgð á hruninu.

Davíðs verður sennilega minnst fyrir að hafa skipað 26 sendiherra úr röðum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks það rúma ár sem hann gegndi sem utanríkisráðherra. Er þetta ekki Íslandsmet í embættaveitingum ef ekki Norðurlandamet ef ekkiEvrópumet og jafnvel heimsmet?

Með þessu voru flestir raftar á sjó dregnir, vildarvinir og velunnarar þáverandi stjórnarherra.

Hvað skyldi þetta hafa kostað fátæka þjóð?

Davíð Oddsson hefur reynst okkur Íslendingum dýr gegnum tíðina, meira að segja rándýr.


mbl.is Samskiptin við Ólaf alltaf verið eðlileg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Já það var þetta með að Ólafur hafi klofið þjóðina vegna Icesave. Ég man ekki betur en að þjóðin hafi fellt þennan Icesave samning með 98% atkvæða. Klofnaði þá ekki þessi litli minnihluti sem ætlaði að setja á þjóðina hudruða miljarða álögur. Til þess að verja eigið getuleysi og kunnáttuleysi. Flestir þeir sem vildu samþykkja þennan níðingsamning hafa vit á því að halda sér í holum sínum.

Sigurður Þorsteinsson, 29.12.2011 kl. 03:01

2 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Já hann klauf þjóðina 98% sem ég og flestir aðrir tilheyrðu og svo 2% sem þú tilheyrðir. Það er alltaf snautlegt þegar menn sem þykjast vera fylgjandi lýðræði, hafa svo allt á hornum sér ef þeir lenda í minnihluta.

Hreinn Sigurðsson, 29.12.2011 kl. 09:10

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þetta er mikil einföldun hjá ykkur. Trú ykkar er mikil.

Kjörsókn var um 50% svo þessi niðurstaða var ekki neitt sérstök miðað við allan áróðurinn gegn Icesafe.

Allir skynsamari menn töldu samningaleiðina verða farsælli en þessi umdeilda leið að hafa allt í lausu lofti. Nú er hættan sú að niðurstaðan verði enn lágkúrulegri.

Guðjón Sigþór Jensson, 29.12.2011 kl. 09:30

4 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

45% þjóðarinnar sögðu nei við Icesave III, 30% sögðu já og 25% sátu heima.

Hjálmtýr V Heiðdal, 29.12.2011 kl. 11:59

5 identicon

Sæll.

Tek undir með 1 og 2, góðir punktar.

Guðjón, Icesave sinnar höfðu einfaldlega rangt fyrir sér og það var ekki forsetinn sem klauf þjóðina ef einhver gerði það. Hann bjargaði okkur frá samningi sem var verri en Versalasamningurinn. Svavar kom heim með reikning en ekki samning. Hann stakk líka lögfræðiálitum frá breskum lögfræðistofum sem gengu út á að við bærum ekki lagalega ábyrgð undir stólinn. Hvers konar hagsmunagæsla er það?

Hvenær ætla Icesave sinnar að viðurkenna að dómgreind þeirra brást þeim algerlega?

Helgi (IP-tala skráð) 29.12.2011 kl. 14:58

6 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Helgi: Versalasamningurinn er af öðru sauðahúsi en Icesave. Þótt það geti verið gaman að vera dramatískur þá verður að vera vitræn tenging í málflutningi manna. En er Icesave málinu lokið? Lögfræðiálit allra handa munu fá sína a eldskírn fyrir dómstól EFTA innan skamms. Spyrjum að leikslokum.

Hjálmtýr V Heiðdal, 29.12.2011 kl. 16:31

7 Smámynd: ThoR-E

Eru menn búnir að gleyma því að búið er að fara í mál við okkur vegna þessa máls sem getur kostað okkur stjarnfræðilegar upphæðir.

En forsetinn þurfti að lappa uppá mannorðið sitt sem var illa farið eftir klappstýrutíma útrásarinnar.

ThoR-E, 29.12.2011 kl. 18:13

8 identicon

@6:

Hér var ég að bera saman þá upphæð sem greiða þurfti af Svavarssamningnum og Versalasamningnum per íbúa. Þetta var reiknað út hér skömmu eftir að Svavar kom heim með reikninginn sem kenndur er við hann. Vissir þú þetta virkilega ekki? Ég nefndi þetta ekki til að vera dramtískur heldur til að fólk átti sig á því hvers kyns vitleysa fyrsti samningurinn var. Þetta var því miður engin dramtík heldur blákaldur veruleiki.

@7: EFTA dómstóllinn getur bara gefið frá sér leiðbeinandi álit. Ég hef enga trú á að héraðsdómur eða Hæstiréttur dæmi okkur til greiða það sem við eigum ekki að greiða. Breskar lögfræðistofur komust að þessari niðurstöðu enda alveg skýrt í tilskipunum ESB að ekki er ríkistrygging á innistæðutryggingasjóðnum.  Ef EFTA dómstóllinn er ekki viljalaust verkfæri í höndum sumra ESB þjóða mun hann sýkna okkur, svo einfalt er það.

Helgi (IP-tala skráð) 29.12.2011 kl. 18:38

9 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þakka aths.

Mér finnst sem fleiri að samningaleiðin hefði verið skynsamlegri og ódýrari en að hafa þessi mál öll í lausu lofti. Reikna má með að enn meiri kostnaður falli á okkur vegna vanrækslu og kæruleysis ríkisstjórna Davíðs, Halldórs og Geirs vegna einkavæðingar bankanna og léttúðar í aðdraganda hrunsins. Það var ALVEG óþarfi að slá þessa menn til riddara.

Ljóst er að Ólafur Ragnar sá aumur á lélegri stjórnarandstöðu og með því að ganga til liðs við hana er hann að fara inn á vægast sagt viðsjárverðar brautir. Dómstólaleiðin er þyrnum stráð og ekkert unnt að vænta vægðar þar sem ítrustu kröfur kunna að verða settar fram. Það er því heimska að hafna samningunum enda hefur komið í ljós að nægir fjármunir eru til í þrotabúinu að efna þá.

Eg dreg ekki til baka að Ólafur Ragnar hafi brugðist helming þjóðarinnar sem vildi fá friðsama lausn á þessari erfiðu deilu með samningum.

Guðjón Sigþór Jensson, 30.12.2011 kl. 06:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 242918

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband