Umdeildur þingmaður

Varla kemur Vigdís Hauksdóttir í ræðustól Alþingis öðru vísi en með stóryrðum og skömmum. Jafnvel þingkonur í sama flokki og hún finnst nóg af svo góðu.

Af misjöfnu verða þingmenn frægir. Guðlaugur Þór þótti lengi vel með stóryrtari þingmönnum. Þegar kosningar voru framundan, varð hann einnig stórtækur, gekk í fyrirtæki og kom með fullar hendur fjár en hefur sjálfsagt lofað gulli og grænum skógum til baka. Þannig var fyrir kosningarnar 2007 var hann með tugi milljóna frá ýmsum fyrirtækjum sem voru að hluta í almenningseigu. Mörg þessara fyrirtækja fóru illa í hruninu eins og almenningsfyrirtækið Atorka. Úr því tók Guðlaugur eina milljón.

Eg hefi lengi talið Guðlaug þennan einn versta kjaftaskinn á þingi. Nú hefur hann fengið skæða samkeppni þar sem Vigdís Hauksdóttir er.

Þau prýða ekki Alþingi, því miður.


mbl.is Siv skammaði Vigdísi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú segir að Guðlaugur hafi sjálfsagt lofað gulli og grænum skógum til baka,,,,hefurðu eitthvað fyrir þér í því eða ertu bara að fara með tóma steypu,,,ekki að það sé neitt nýtt.

casado (IP-tala skráð) 7.12.2011 kl. 00:04

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll vertu.

Skyldi það geta verið að stór hluti af því ástandi sem við höfum upplifað sem hrun, sé af því að þar fóru skoðanalausir þingmenn ?

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 7.12.2011 kl. 01:13

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Huldumaður Casado hver svo sem þú ert:

Greinilegt er að þú ert með gullfiskaminni. Mjög mikil umræða var um prófkjörsmál Guðlaugs Þórs á sínum tíma og eg tel það ekki hlutverk mitt að rifja það upp fyrir huldumanni.

Guðrún: Í aðdraganda hrunsin var þáverandi stjórnarandstaða mjög virk að benda á sitt hvað sem var ekki í lagi. Fjölmargar umdeildar ákvarðanir voru teknar. Vitað var fyrirfram að ef ráðist yrði í byggingu Kárahnjúkavirkjunar gæti það endað með harðri efnahagslegri lendingu sem raunin varð. Við þetta bættist umdeild einkavæðing ríkisbankanna.

Í mínum augum er obbinn af núverandi stjórnarandstöðu mjög ómálefnalegur og ætti margur meðal þeirra sitja á strák sínum. Steingrímur J. nefnir þetta gjamm og er hann þó seinþreyttur til vandræða. Af hverju reynir stjórnarandstaðan ekki að aðstoða við endurheimt þeirra miklu fjármuna sem glötuðust? Af hverju hefur enginn í stjórnarandstöðunni sem tengdist hruninu beðist fyrirgefningar og þess vegna vægðar? Hefði ekki verið meiri manndómur í því en að fara gjammaraleiðina?

Góðar stundir

Guðjón Sigþór Jensson, 7.12.2011 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 242949

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband