Merkileg tíðindi

Ótrúlegt er að frétt á borð við þessa hverfur bókstaflega bak við leiðindafréttir af harmleikum sem tengjast ýmsum fjölskyldum. Mér finnst fjölmiðlar verða að gæta hófs en beina athyglinni fremur að því sem mun athyglisverðara er.

Surtseyjargosið vakti heimsathygli á sínum tíma. Það er ekki á hverju ári sem eldgoss á hafsbotni verður vart, hvað þá tvö á sama tíma.

Þess má geta að oft virðist hafa gosið neðansjávar við strendur Íslands þó ekki hafi alltaf orðið frétt um það. Þó vakti athygli a.m.k. tvívegis hlóðust upp eyjar, Nýjaey 1783 og við Mánáreyjar norður af Tjörnesi 1862. Báðar þessar eyjar hurfu í hafið.

Mosi


mbl.is Tvö neðansjávargos á Kanaríeyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Mosi, þú mátt vera viss um að margir fylgjast grannt með þessum eldgosum á Hierro. Ekki þó endilega íslendingar.

Nágrannaeyjan La Palma í norðri ógnar nefnilega vesturálfu ef Cumbre Vieja fer af stað í kjölfarið með þeim tilþrifum sem fræðingar hafa spáð.

Kolbrún Hilmars, 13.10.2011 kl. 20:36

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þekkirðu til eynni á La Palma? Þar er þetta magnaða fjall Le caldera de la taburiente sem er gríðarlega stór askja. Þetta fyrirbæri, sigketill þar sem eldfjall hefur hrunið niður í kvikuhvolfið er nefnt eftir þessu fjalli: caldera. Þýski jarðfræðingurinn Walter Knebel sá hinn sami og drukknaði í Öskju sumarið 1907 var oft á Kanaríeyjum, þ. á m. á La Palma og Teneriffe og mun vera fyrsti jarðfræðingurinn sem áttaði sig á þessu fyrirbæri.

Sprungan suður af þessum gríðarlega sigkatli er sennilega mest og best athugaða sprunga heims enda gæti orðið gríðarleg flóðbylgja ef þetta fjall Cumbre Vieja sem nær 1700-1800 metrum yfir sjávarmál, klofnar eftir endilöngu og vesturhlutinn sígur í hafið.

Sjá: Breskur vísindamaður segir hættu á gífurlegu jarðskriði á Kanaríeyjum í framtíðinni

40-50 m há flóðbylgja gæti náð ströndum Bandaríkjanna Mbl. 5. október, 2000

http://mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=562948&searchid=dc56d-06e6-75e15

og:  Líkur á heimssamstarfi um viðvörunarkerfi 4. janúar, 2005

http://mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=837530&searchid=dc56d-06e6-75e15

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 13.10.2011 kl. 21:57

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Nei ég hef aldrei komið til La Palma. En fyrir mörgum árum sá ég fræðslumynd í sjónvarpi um þetta fjall, (Gamla Fjallið) sem virðist hafa verið vaktað lengi af jarðfræðingum einmitt vegna hættunnar á því að það klofni og hrynji í sjó niður og valdi þessari gífurlegu flóðbylgju sem þú nefnir. Mér skildist að það þyrfti ekki eldgos til, aðeins nægilega stóran jarðskjálfta. Sem gæti jafnvel átt uppruna sinn á næstu eyju; Hierro. Líklega eru margir fræðingarnir á tánum núna vegna eldgosanna þar.

Kolbrún Hilmars, 13.10.2011 kl. 22:39

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sjálfur hefi eg farið með fjölskyldu minni í 3 ferðir til La Palma, ekið og gengið þar mikið. Þessi eyja er sérstaklega góð fyrir fólk sem er fyrir langar gönguferðir með mörgum möguleikum og er til að reyna e-ð á eigin spýtur. Eyja þessi er ekki nema rúmir 700 km2 stór en hæsti tindurinn er í meira en 2.400 metrum!

Gróðurfar þessarar eyju er mjög fjölbreyttur. Fyrir þá sem vilja baðstrendur er La Palma sennilega ein sú lakasta, besta ströndin er sennilega við Puerto Naos á vesturströndinni. Þeir sem vilja góðar baðstrendur ættu að fara til Fuerteventura.

En jarðfræði þessarra eyja er mjög merkileg og lærdómsrík. Kanaríeyjar eru leifar af gömlu virku eldvirku svæði nokkru austan við virku plötuskilin eftir endilöngu Atlantshafi. Síðast gaus árið 1971 syðst á La Palma í fjallinu Teneguiá, tiltölulega meinlaust gos sem olli fremur litlu tjóni. Gosið nú er það fyrsta síðan þá. Um La Palma er mjög góður fróðleikur: http://en.wikipedia.org/wiki/La_Palma

Góðar stundir

GJ

Guðjón Sigþór Jensson, 13.10.2011 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 242946

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband