Bauhaus húsið kjörið fangahús. Hvenær hefjast handtökur?

Alltaf eru að koma skuggalegri fréttir um bíræfnar athafnir hrunmanna skömmu áður en allt fór í vitlaysu. Greinilegt er að bankamenn voru gjörsamlega siðblindnir þegar þeir voru að lána einhverjum bröskurum án viðhlítandi veða. Ein furðulegasta fréttin tengist arabiska furstanum sem fékk arð greiddan fyrirfram án þess að hann greiddi eina einustu krónu fyrir hlutabréfin sem hann var að kaup. Þá er glæfraleg viðskipti við rússneska athafnamanninn. Í DV er fjallað um þetta í dag og auk þess í Speglinum og kvöldfréttum RÚV. Sjá:

http://dagskra.ruv.is/ras1/4537561/2011/01/03/

http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4547212/2011/01/03/0/

Þar er vikið að síðustu „afrekum“ Hannesar Smárasonar, Sigurðar Einarssonar og þeirra Kaupþingsbankamanna.

Hvenær hefjast handtökur þessara athafnasömu braskara?

Hvernig væri að fá Bauhaus húsið  við Vesturlandsveg á móts við Krepputorg í þetta verkefni? Þar er allt tilbúið, meira að segja mannheld girðing umhverfis húsið að nokkru leyti. Þessir gaurar mættu vera til sýnis þeim sem líta vilja á þá þrjóta sem fóru með allt fjandans til.

Mosi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Komdu sæll; Guðjón Sigþór Mosi !

Að minnsta kosti; þarf ekki að vænta þess, að dekurrófur þær, sem nú sitja í Stjórnarráðinu (fremur; en leiðtogar hinna flokkanna, svo sem), og þú verð, fram eftir öllu - sem hingað til; munu hrófla við þessum Andskotum.

Jóhanna og Steingrímur; hafa bæði tvö, of mikið að fela, í sínum ösku stóm, til þess að vilja, á nokkurn hátt, hrófla við þessum vinum sínum.

Annars; væru þau löngu búin að því, eða hvað ?

Með; fremur þurrum kveðjum, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.1.2011 kl. 20:07

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Sæll Mosi og gleðilegt nýtt ár og þakka bloggvináttu séðasta ár/maður er nú svolítið sammála 'Óskari Helga þerna að vissu marki!! en þú er fær  um að svara fyrir þig/Kveðja

Haraldur Haraldsson, 3.1.2011 kl. 20:47

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Óskar: Hvað áttu við með „dekurrófur“ sem nú fara með völdin í Stjórnarráðinu? Hvorki Jóhanna, Steingrímur en annar í stjórnarliðinu bar ábyrgð á hruninu, - kannski að Össur hafi haft einhverja möguleika að gera eitthvað til að draga úr hættunni sem blasti við síðustu misserin.

Við eigum að vanda það sem fer út á ljósvakann, lesa okkur til hvar mörkin eru, ekki gengur að beina reiði okkur að saklausu fólki. En raunverulegu skúrkarnir mega ekki sleppa.

Kristján Albertsson ritaði eftirminnilega blaðagrein rétt upp úr heimsstyrjöldinni. Hann vildi koma upp sterkbyggðu járnbúri á Lækjartorg og stunga þjófum, ofbeldismönnum og öðru hyski þar inn þeim til þyngri refsingar og öðrum skúrkum til alvarlegrar aðvörunar. Hvers vegna ekki að viðra upp þessa hugmynd? Hún er góð og gild en gengur kannski of langt sérstaklega gagnvart ættingjum þeirra sem málið varðar.

Þakka þér Haraldur fyrir bloggvináttuna. Við höldum áfram að lesa blogg hvors annars og gera góðar athugasemdir þart sem það á við.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 3.1.2011 kl. 21:18

4 identicon

Komið þið sælir; að nýju !

Guðjón !

Varla; ertu svo tornæmur, að þú skiljir ekki einfalda íslenzku.

Dekurrófur þínar; og þinna líka, svo fram komi, gleggra, Mosfellingur góður.

''Saklausa fólkið'' þitt; JS og SJS, eru nú að koma fjölda vina minna - sem ættingja, af landi brott, með ráðslagi sínu - nema; þú hafir ekki tekið eftir, hversu þau hafa lagt sig í framkróka með, að viðhalda sama amlóða hættinum, sem þau Geir H. Haarde og Ingibjörg S . Gísladóttir iðkuðu, á sínum tíma - sem fyrirennarar þeirra.

Mafían íslenzka; sem þau Jóhanna og Steingrímur fara nú, í forystu fyrir, er einhver mesti bölvaldur Íslandssögunnar, síðan Svarti dauði geisaði hér, á öldinni 15, og er þó, af nægu öðru að taka !

Með; sömu kveðjum - sem fyrri / hinum beztu, til Halla gamla, að sjálfsögðu

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.1.2011 kl. 21:32

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Næst kennirðu þeim kannski um að hafa komið Svarta dauða til landsins. Takk fyrir! Eg gengst ekki upp fyrir svona einfaldri þvælu Óskar!

Þú ættir að sölsa um, temja skap þitt og ef vel væri ættirðu að biðjast opinberlega afsökun sem margir fleiri á Morgunblaðsblogginu að láta sér aðra eins þvælu frá sér fara um þá stjórnmálamenn sem eru að bjarga því sem bjargað verður.

Þú mættir byrja að moka skítaflórinn, sem nú er orðinn ansi fullur! Því fyrr þess betra!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 3.1.2011 kl. 22:01

6 identicon

Komið þið sælir; að nýju !

Guðjón !

Þetta síðasta andsvar þitt; er ekki boðlegt, til upplýstrar umræðu. Mér sýnist; sem þú sért einn þeirra, sem umvafðir hafa verið einhverju því öryggis neti, af 1/2 hins opinbera; svokallaða, sem staðfestir enn frekar, minn grun um, að þú viljir verja Mafíuna - þó svo; öll rök mæli því í mót.

Má vera; að Banka- og viðskipta svindlara væðing, þeirra Jóhönnu og Steingríms skipti þitt siðferðis viðhorf öngvu; þar sem ''rétta''fólkið á hlut að máli - ekki hinir; andstæðingar þínir, með röngu flokks litina.

Þú dirfist; að tala um skapsmuni mína. Ætli þeir ráðist nú ekki af; hversu hin liðónýtu stjórnvöld (lesist;; íslenzka Mafían) hafa haldið á málum, undan farin misseri.

Fremur hygg ég; að þú - og þínir líkar, ættuð að biðja íslenzka Alþýðu afsökunar, á grímulausri fylgisspekt ykkar, við hin raunverulegu glæpa öfl, okkar stór skemmda samfélags, Mosfellingur hvassi !

Með; nákvæmlega - sömu kveðjum, sem þeim síðustu /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.1.2011 kl. 23:54

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hvers konar orðbragð hefurðu tamið þér góði? Hverjir eru það sem tileinka sér mafíuvinnubrögð, verðum við að hafa hugfast, að er betra að þegja en segja. Margt er sagt sem betur væri ósagt. Allt sem sent er út á ljósvakann verður ekki eytt, það liggur einhvers staðar á einhverjum netþjóni og aðilar eins og Wikileaks gætu grafið upp eins og þegar þeir eru að grafa upp einhvern fróðleik.

Það er því hyggilegt að vanda betur orðbragðið og það gildir auðvitað um okkur báða Óskar. Sjálfur hefi eg tekið stundum djúpt í árina en þás hefi eg forðast að nefna einhver nöfn. Hef eg þá í huga meiðyrðalöggjöfina sem ætíð ber að virða vel. Mjög góð bók fjallar um æruna og vernd hennar, Fjölmæli sem er doktorsritgerð eftir Gunnar Thoroddsen. Þessi bók er til á öllum betri bókasöfnum og er bráðskemmtileg aflestrar. Mæli með að þú kynnir þér efni hennar Óskar sem og öllum sem taka vilja þátt í þjóðmálaumræðunni.

Við verðum að hafa ætíð í huga að öllum þykir vænt um æru sína og heiður, jafnvel skúrkinn ber okkur að heiðra svo hann skaði okkur ekki! Svo kenndi gömlu kynslóðirnar okkur og byggðu á reynslu sinni.

Vona að við getum fært þessa umræðu upp á hærra plan, eins og skáldið sagði!

Kveðja austur yfir Fjall.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 4.1.2011 kl. 10:15

8 identicon

Heill; á ný, Guðjón - sem aðrir gestir þínir !

Að Gunnari Thoroddsen ólöstuðum; sem öðrum rithöfundum, verð ég að biðja þig forláts, þar sem ég;; á ungdómsárum mínum (16 - 20 ára), var næstum búinn, að lesa yfir mig, sem kallað er - og því vart; getað fest efni bóka, mér til minnis síðan, nema;; kæmi til, með ellinni, ef ég næði því aldursskeiði.

Les því lítt; nema blöð, og stöku ritlinga, í seinni tíð, Guðjón minn.

Víst; skal orðbragð vanda, sem hófsemi gæta, undir öllum venjulegum kringumstæðum, en á þeim óaldar tímum, sem við lifum nú, er fátt annað til varna, gegn ofstopa mennum valda stéttarinnar, en penni og lyklaborð, eins og þér er kunnugast, líklega.

Þau Jóhanna; sem Steingrímur, mega víst þakka fyrir, hversu kalt blóð rennur, um æðar Íslendinga - þessi misserin; þau væru ekki eins lukkuleg, í Grikklandi suður, fremur en Thailandi austur, réðu þau fyrir ríkjum, á þeim slóðunum, svo til dæmis skyldi taka, Mosfellingur knái.

Síðast í gær; hitti ég fjölskyldu vélfræði menntaðs manns, sem hyggst til Noregs reisa, á vormánuðum komandi, alfarin; frá Íslands ströndum, sökum þess ráðaleysis og niðurbrots íslenzks samfélags, sem yfir gengur, nú,, um stundir.

Því; skal þig ekki undra, heipt mín - sem gremja, fyrir hönd góðra vina minna, sem ættingja ýmissa, sem af landinu þurfa að hverfa, eins og nú er málum komið, öllum.

Ég nefnilega Guðjón; hugsa, eins og bræður mínir Kínverjar - í áratugum, sem öldum, fram í tímann (þó svo; persónulega, sé ég með annan fótinn aftur í Fornöld - og; á Miðöldum); þér, að segja.

Með; hinum beztu kveðjum, að þessu sinni /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.1.2011 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 243033

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband