Vonlítil samningsstaða

Þegar stórfyrirtækja hagræða í rekstri þá er oft þröngt um samningsstöðu innlendra aðila. Stóriðjan nýtur sérstöðu þegar hún hefur yfirvöld lítillra ríkja í vasanum og geta hagað sér eins og verstu mafíósar: Ef við fáum óskum okkar ekki framgengt, þá förum við annað! Svo einfalt er þetta. Nú hampar Alkóa happi að hafa náð hagstæðum samningum við „vildarvini“ sína á Íslandi. Þá er þessum aðila unnt að loka hvaða álbræðslu sem er í heiminum, hvar og hvenær sem er.

Hvenær þetta verður hlutskipti Íslendinga er ekki auðvelt að segja á þessari stundu en reikna má með því að svona uppákoma getur orðið hvenær sem er ef aðstæður breytast skyndilega sem skiptir máli fyrir alheimsviðskipti. Nú hafa t.d. kínversk stjórnvöld haft í hótunum við stjórn BNA ef þau aðhafast eitthvað sem er Kínverjum ekki að skapi. Þannig geta Kínverjar haft viðskiptalíf Vesturlanda að verulegu leyti í hendi sér og kolfellt heimsmarkaðsverð á viðskiptabréfum en þeir hafa keypt gríðarlegt magn af viðskiptabréfum einkum bandarískum ríkisskuldabréfum á undanförnum árum. Ef þeim verður dælt á markaðinn í ótæpilegu magni þá þarf ekki að spyrja að leikslokum. Mikil og vaxandi hætta er þá á heimskreppu enda fáir vaxtabroddar í viðskiptalífi heims sem stendur til að mæta slíkri uppákomu.

Æðibunugangurinn og skammsýnin í fjármálum hefnir sín ætíð. Nóg er af glappaskotunum í fjárfestingum og viðskiptum. Er ekki fyllsta ástæða að fara varlega?

Mosi


mbl.is Mótmæla lokun álvera Alcoa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já en nú eru þessi fyrirtæki væntanlega að færa sig um set og framleiða álið nær Asíu-markaðinum þar sem einhver framleiðsla er. En þessi fyrirtæki eru að m.a. að reisa risa álveg í Arabalöndunum sem framleiða 1,5 milljón tonna á ári. Svo eru þau miklu nær Bási-námunum sem eru m.a. í Afríku og Ástralíu.

Hörður (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 17:54

2 identicon

Þetta gerðu íslensk fyrirtæki í massavís á góðærisárunum.

Er ekki 66N  í Lettlandi, var ekki gluggasmiðja Byko eða Húsasmiðjunnar flutt sömuleiðis þangað. Var ekki Marel á einum tímapunkti að hóta að flytja framleiðsluna erlendis. Hampiðjan flutti alla vöruframleiðslu til Litháen. Svona mætti lengi telja.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 20:26

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ekki má líta framhjá að áliðnaður tengist mjög náið hergagnaiðnaði. Meira en 50% af framleiðslu Alkóa fer þannig beint eða óbeint til framleiðslu hergagna.

Það er því ekki alveg sambærilegt að bera saman starfsemi Byko og Húsasmiðjunnar í Lettlandi. Þar var fyrst og fremst verið að flytja timbur á sem ódýrastan og hagkvæmastan hátt til Íslands þó gæðin kunna að vera lakari þar en frá Norðurlöndunum þar sem trjáviður vex hægar og er mun betri að gæðum.

Varðandi Hampiðjuna var ekki starfsemin flutt að mestu leyti til Portúgal fremur en Litháen? Mig minnir það enda eru net fremur notaðar við veiðar á Atlantshafi og sparast mikil fyrirhöfn að flytja hráefni og fullunna vöru um Eystrasaltið. Vinnulaun eru ekki síður lág í Portúgal en í Austur Evrópu.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 3.2.2010 kl. 10:44

4 identicon

Garnframleiðsla Hampiðjunnar var flutt til Portúgals 1990, en eftir á Íslandi voru Kaðladeild, þráðadeild og Netahnýting. 2005 voru þessar deildir fluttar til Litháen og í framhaldi af því var garndeildin flutt frá Portúgal vegna þess að kaupið þar þótti of hátt. Þannig að öll framleiðsla Hampiðjunnar fer nú fram í Litháen.

Álið er notað í nánast allt. Bíla, potta,rafmagnskapla, flugvélar, dælur, reiðhjól................................................................ og 

kveðja.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 242937

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband