Stöndum með Icesave

Flókið mál sem ekki er hægt að einfalda

Þegar betur er að gáð þá eru Icesave skuldirnar einhvers staðar nálægt 10-15% af öllum heildarskuldum þjóðarinnar. Mikið er undir því komið hvernig tekst til að koma eignum bankanna í sem mest verð. Það er grundvallaratriði að hafa samvinnu við bresk yfirvöld vegna þess. Samningurinn við Breta gengur nefnilega út á það að þeir viðurkenni forræði Íslendinga yfir eignum bankanna. Og í því felst að þeir skuldbindi sig til að vera okkur innanhandar að hafa sem mest upp á þessum eignum og hámark virði þeirra sem mest. Eru þeir sem setja sig á móti Icesave tilbúnir að að afskrifa eignir bankanna í Bretlandi þannig að þessar eignir verða nánast að engu?

Auðvitað er mikið ranglæti að láta heila þjóð gjalda fyrir léttúð og kæruleysi braskara, fyrrum bankamanna og fyrri ríkisstjórnar að fylgjast ekki betur með þróun mála! En það sem skiptir mestu máli er að Icesave skuldirnar eru ekki nema tiltölulega lítið brot af heildarskuldum þjóðarinnar.

Að setja sig á móti þessum Icesave samningum er því ekki auðvelt val. Hefur það í för með sér tortryggni erlendra aðila gagnvart Íslendinum. Vill þjóðin virkilega hafa öll hin lánin, 85-90% heildarskulda séu á hæstu vöxtum og litlar sem engar vonir að fá framlengingu lána? Það er því mikið glapræði og léttúð. Með því er verið að fórna meiri hagsmunum til að bjarga einhverjum minni.

Mér finnst margir taka fulldjúpt í árina með yfirlýsingum gagnvart Icesave. Hagfræðiprófessorinn er að segja hreint og beint frá hlutlægu mati sínu (ekki huglægu) og því af og frá að hann sé einhver málpípa ríkisstjórnarinnar.

Icesave málið er gríðarlega flókið mál sem margir vilja einfalda mjög mikið án þess að viðurkenna veigamikil rök. Kannski þegar á öllu er á botninn hvolft er sú leið aðeins fyrir einfeldninga að vera á móti Icesave!

Mosi


mbl.is Dýrt að hafna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Icesave er miklu meiri en 10 til 15 prósent af heildarskuldum þjóðarinnar. Það að til séu eignir í Landsbankanum kemur málinu bara ekkert við enda mætti allt eins segja að íslenska ríkið eigi helling af eignum á móti öðrum skuldum. Þá gleymist iðulega að telja fram vexti sem eru 45 milljarðar á ári nú og hækkun á pundi og evru sem hefur hækkað lánið bara á síðasta ári um 50 milljarða.

Þá eru Þeir sem tala fyrir því að nota eignir bankans til að vega upp á móti kröfum í Icesave að fara fram á enn einn þjófnaðinn í samfélaginu. Það má deila um neyðarlög og gildi þeirra en að taka þau út í öfgar og ganga algjörlega fram hjá þeim sem eru ofar í kröfuröðinni þ.e. fyrir neyðarlög er ekkert annað en þjófnaður.

Öllum viðskiptum fylgir áhætta en það er fráleitt að þeir sem gerðu samninga í góðri trú um að skuldabréf þeirra eða veðlán væru ofarlega í kröfum á hugsanlegt þrotabú, ef allt færi á versta veg, þurfi nú að sætta sig við það tvær stöndugar vesturlanda þjóðir séu komnar fram fyrir þá í röðina einnig.

Það er alveg ljóst að innistæðutryggingasjóðurinn á að greiða út það sem hann getur en ríkið má ekki samkvæmt reglum ESB EB 94/19 gangast í ábyrgð fyrir sjóðinn.

Landið (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 18:16

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þessar tölur komu fram í fjölmiðlum ekki fyrir alls löngu. Það hlýtur að vera markmið okkar að koma erlendum eignum íslensku bankanna í sem mest verð og að þau verðmæti glatist ekki.

Hins vegar þá er Icesave spurning um áræðanleika og traust.

Í nóv. var fyrra Icesave samkomulagið við Breta og Hollendinga undirritað af þáverandi forystu Sjálfstæðisflokksins. Á grundvelli þess samkomulags voru breskum og hollenskum sparifjáreigendum í íslensku bönkunum endurgreiddar innistæður sínar í trausti þess að á þetta samkomulag væri treystandi.

Það er því mjög einkennilegt og vægast sagt mjög ámælisvert af forystu Sjálfstæðisflokksins að vera á móti því sem þeir voru þó með á sínum tíma.

Þetta sýnir „popularisma“ það að snúast eftir hentisemi duttlungafullra ákvarðana. Hægri hönd Sjálfstæðisflokksins veit greinilega ekki hvað sú vinstri gerir.

Það kann kannski að afla fylgi að vera á móti í erfiðu máli. En við erum sigruð þjóð eins og Sigurður Líndal komst að orði í viðtali fyrir ári síðan. Og við eigum engra annarra úrkosta, bætti hann þá við. Nú er hann hins vegar búinn að skipta um skoðun og kannast sjálfsagt ekkert við þá fyrri. 

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 2.2.2010 kl. 19:08

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Guðjón getur þú svarað hvar eru icesave peningarnir og hverjir hafa verið látnir svara til saka? Ef þú getur svarað því þá máttu biðja mig að opna verskið.

Sigurður Haraldsson, 3.2.2010 kl. 01:32

4 identicon

Guðjón mér finnst málflutningur þinn snúast ansi mikið um það hvað forusta Sjálfstæðisflokksins á að hafa gert fyrir meiru en ári síðan. Það kemur málinu hreinlega ekkert við. Lengsta sem ríkistjórn Geirs Haarde gekk í þessu máli var samþykkja Brussel viðmið sem núverandi ríkistjórn ætlar að nota sem afsökun fyrir arfaslökum samning sem færir ábyrgð á innistæðum yfir á ríkissjóð. Viðmiðin hafa enga lagalega þýðingu við túlkun samninga sem enn hafa ekki verið undirritaðir. Það er núverandi ríkisstjórn sem skrifaði undir Icesave samninginn og hún ber fulla ábyrgð á því. Þá verður að taka það fram að yfirlýsingar ráðherra eða vilji þeirra til einhvers hvort sem það er á minnisblaði eða áherslum um einhver viðmið getur ekki bundið Alþingi eða ríkisjóð.

Eignir gamla Landsbankans eru í raun og veru eignir kröfuhafa bankans. Það að við ætlum að nota þær til að greiða ríkisstjórnum Bretlands og Hollands er lítið annað en siðlaus þjófnður. Líttu á þetta svona, þú kaupir skuldabréf í Landsbankanum í þeirri trú að þú sért að tryggja sparnaðinn þinn betur en inn á bók því skuldabréfið er ofar í veðröðinni ef bankinn fer á hausinn. Nú fer bankinn á hausinn og þú hugsar með þér Guði sé lof að ég fjárfesti í skuldabréfi og fæ megnið af ævisparnaðinum til baka en nei þá er gengið fram fyrir þig og eignir bankans færðar siðlausum valdhöfum í Bretlandi og Hollandi. Forsendur fyrir þínum löggjörning eru þar með brostnar og ákvörðunin um að láta ríkistjórnir erlendra ríkja ganga fram fyrir þig er afturvirk breyting á lögum. Þú hlýtur að sjá hvað þetta er heimskulegt fyrirkomulag.

Raunveruleg ábyrgð á Icesave eru rúmir 900 miljarðar og raunverulegur kostnaður er miklu meiri þar sem ekki verður hægt að aflétta gjaldeyrishöftum á meðan við erum að greiða þetta upp því falli gengið margfaldast skuldin. Falli neyðarlögin kostar það ríkið um 300 miljarða en hafi Icesave verið samþykkt má bæta þessum 900 milljörðum ofan á það. Ætlar einhver vitiborinn einstaklingur að halda því fram að það sé góð hugmynd að samþykkja Icesave?

Landið (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 06:05

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Miklu máli skiptir að við erum bundnir við fyrri ákvarðanir rétt eins og þegar síðasti sjávarútvegsráðherra ákveður að leyfa hvalveiðar upp á sitt einsdæmi.

Sama máli gegnir um Icesave samningana fyrri. Þeir eru ákvörðunarástæða að Bretar og Hollendingar greiða innistæðueigendum lágmaksinnistæður þeirra í trausti þess að þetta samkomulag haldi. Þetta byggist á trausti og mjög ríkri venju í viðskiptum.

Ef við kaupum okkur fasteign þá erum við bundnir af fyrri samningum sem tengjast henni. Við getum ekki undir neinum kringumstæðum hlaupist undan skyldum okkar hversu slæmar og óaðgengilegar þær kunna að vera.

Það sem mér finnst vera ámælisvert er að núverandi foryusta Sjálfstæðisflokksins geti talið sig hafa frjálsar hendur og sagt hvað sem þeim líkar. Þessi stefna hefur verið nefnd „popularismi“ sem lengi hefur verið' nefnd einfaldlega lýðskrum á íslensku og hefur þótt vera fremur ómerkilegt fyrirbrigði.

Varðandi eignir íslensku bankanna erlendis þá er það undir okkur komið hvort við kærum okkur um að njóta aðstoðar breskra yfirvalda að hafa uppi á þeim. Því miður get eg ekki svarað spurningu þinni Sigurður hvar þær eru að finna en sjálfsagt verður unnt að hafa upp á þeim ef við höfnum ekki aðstoð breskra og hollenskra yfirvalda við að hafa upp á þeim og koma ábyrgð á hendur þeim sem hlut eiga að máli.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 3.2.2010 kl. 10:36

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Guðjón þá sérð þú að við getum ekki borgað það sem við vitum ekki hvað er ég vil réttlæti þegar kemur að því að geriða eitthvað vil ekki þurfa að vera ósáttur eins og svo margir hugsandi aðilar á íslandi ef við erum búin að ná sáttum um það sem okkur ber að geriða þá verður þetta auðveldara það hlýtur þú að sjá.

Sigurður Haraldsson, 3.2.2010 kl. 12:25

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Átta mig ekki alveg hvert þú ert að fara en tel áð þú sért mjög ásáttur að við þurfum að bera ábyrgð vegna Icesave. Hver er það ekki? Spurningin er ekki um það heldur að lágmarka skellinn sem mest.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 3.2.2010 kl. 18:39

8 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

ásáttur: átti að vera ósáttur

Það er enginn að hrópa húrra fyrir þessum nauðungarsamning vegna Icesave. Hins vegar er raunsætt ískalt mat þeirra sem kynnt hafa sér þessi mál að meta stöðuna þannig að mun dýrara er fyrir okkur að reyna að komast undan þessum ábyrgðum.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 3.2.2010 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 242836

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband