Samanburður er oft slæmur

Þessar kannanir eiga oft ríkan þátt í að auka óánægju og depurð. Samanburður milli stétta og þjóða er oft á tíðum ekki auðveldur.

Fyrir nokkrum árum áttum við Íslendingar að vera hamingjusamari en flestar aðrar þjóðir og gott ef ekki að sama könnun sagði okkur ekki að Ísland væri eitt af minnst spilltustu löndum heims. Annað hefur komið í ljós: óvíða virðist spillinmg hafa grassérað jafn mikið og hérlendis sem leiddi af sér að allt fjármálakerfi landsins og atvinnuvegir hafa verið nánast í uppnámi og meira og minna lamað.

Sú var tíðin að fáir töldu sig verða hamingjusamari en þegar unnt var að vinna langt fram á nótt. Þá var ekki látið nægja að hafa fyrir saltinu út í grautinn, heldur átti að vera unnt að leyfa sér allt milli himins og jarðar. Kaupæði hefur ætíð fylgt okkur og alls konar delludýrkun. Það hefur komið fram í hvernig við höfum valið í kosningum. Þeir hafa oftast náð lengst sem látið hafa mest bull frá sér fara, hversu innihaldslaust sem það hefur verið. Okkur voru boðið gull og boðnir grænir skógar bæði á vinstri sem hægri ef við völdum Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn fyrir kosningarnar 2003. Þá stóð til að einkavæða bankana og þá var hafinn undirbúningur að einu mesta og versta fólskuverki íslenskrar sögu: byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Þessi framkvæmd átti sinn þátt í að falsa kaupmátt á Íslandi og auðvelda mjög útrásarvíkingum og bröskurum áætlunarverk sitt: að hafa sem mest fé út úr þjóðinni. Þeir litlu fjármunir sem voru greiddir fyrir bankana voru dýrustu miljarðar Íslandssögunnar. Sjálfsagt hafa þessir stjórnarflokkar notið góðs af þessu öllu saman og mikið greitt í kosningasjóði þeirra.

Svo var ákveðið að skylda stjórnmálaflokka á Íslandi að gera opinbera grein fyrir uppruna og notum þess fjár sem þeir hafa undir höndum í starfsemi sinni. Það kostaði ýmsar málalengingar og fannst sumum ráðamanna verið væri að skipta sér af málum sem engum kæmi við! Þá gerðist það nú í vor að í ljós kom skömmu fyrir kosningar að ekki væri einleikið með fjáraustur í Sjálfstæðisflokkinn árið 2005. Í hlut átti eitt af almenningshlutafélögum landsins og var ákveðið af aðstandendum flokks þessa að endurgreiða skyldi hið mikla fé enda var almenningshlutafélag þetta illa statt fjárhagslega. Ekki fer neinum sögum hversu þessu er varið nú með endurgreiðslur þessar, kannski sjálfur Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki efni á að veita sér þann lúxús að endurgreiða fé sem einu sinni hefur verið veitt í þá hít.

Skiljanlegt er að Frakkar sé sú þjóð sem mest lífsgæði hefur um þessar mundir. Þeir vinna til að lifa, borða og drekka. Þeir eru sennilega mestu lífskúnstnérar heimsins í dag. Þeir hafa efni á því og láta aðra ekki hafa fyrir hlutunum.

Skiljanlegt er að Bretar séu mun óhamingjusamari. Þeir vinna mikið en bera lítið úr býtum. Kannski þeir sitja uppi með álíka vandræði og við Íslendingar með ríkisstjórnir sem lítt hefur gert í að auka lífsgleði þjóðarinnar. Gordon Brown reynir að koma hluta af vandræðunum yfir á Ílendinga sem sjálfsagt hefðu betur hugsað sig um hvort bankarnir skyldu vera falir bröskurum fyrir 6-7 árum sem nú hafa skilið eftir sig tóm vandræði og skuldir. Þetta var eitthvað sem „snillingum“ á sviði fjármála í Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum yfirsást. Eða var það alltaf ljóst hvernig gæti farið?

Ef svo reynist vera er glæpurinn meiri en ella mátti búast við.

Mosi


mbl.is Lífsgæði Breta minni en annarra Evrópubúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 242941

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband