Neytendastofa á réttri leið

Málefni neytenda hafa lengi vel ekki verið í hávegum á Íslandi. Fyrir rúmlega hálfri öld var Sveinn Ásgeirsson hagfræðingur einn mikilvægasti baráttumaður fyrir neytendavernd. Hann átti verulegan þátt í að koma Neytendasamtökunum á fót og starfa þau enn. Núverandi formaður er Jóhannes Gunnarsson sem hefur skilað drjúgu dagsverki. Málgagn félagsins er Neytendablaðið og hefur það verið mjög gott upplýsingarit um neytendamál.

Ekki kemur fram í þessari frétt til hversu margra íslenskra heimasíðna könnun Neytendastofu nær til. Dregur það úr vissulega úr upplýsingagildi fréttarinnar.

Meinleg stafsetningarvilla kemur frmur fram í fréttinni. Internetið og stytting þess netið ber að rita með litlum staf en ekki stórum. Þetta hugtak er ekki sérheiti enda eru internetin mörg og upplýsingalindir margvíslegar.

Netið er tækniorð, rétt eins og bíll, sími, gervihnöttur, flugvél og þota svo eitthvað sé talið upp. Engum myndi detta í hug að rita þessi orð með stórum staf nema í upphafi setningar.

Því miður hefur þessi stafsetningavilla ratað inn í orðabækur, t.d. Stafsetningaorðabók þá sem nú er hvað víðast notuð. Við næstu útgáfu þyrfti að leiðrétta þetta.

Mosi


mbl.is Tveir uppfylltu skilyrði laga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 242963

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband