Ófyrirgefanleg mistök

Furðulegt er, að þrátt fyrir allt og allar forrannsóknir í þágu umhverfis, fornleifa og gróðurs, skuli svona handvömm geta orðið.

Íslendingar eru ótrúlega sinnulausir um sögu sína og umhverfi. Má mörg dæmi draga fram í dagsljósið í þessu sambandi.

Fyrir rúmlega 3 áratugum átti Mosi margar ánægjustundir að rekja gamlar grónar götur vestan Krísuvíkurvegar og sunnan álbræðslunnar í Straumsvík. Þarna voru örmjóar götur sem gömlu mennirnir höfðu í fyrndinni þrætt um hraunin milli seljanna sem eru mörg á Reykjanesskaganum. Á einum stað hafði verið borið að grjót og hlaðið upp í sprungu svo fara mætti með trússhest þar um millji seljanna. Þetta var mjög áhugavert og skemmtilegt tómstundagaman sem eg stundaði eins oft og þegar tími gafst og veður hagstætt. Eitt sinn er eg kom þangað og hugðist ganga göturnar grónu, blasti við glórulaus eyðilegging: Allt hraunið þar sem gatan hafði verið um aldir, hafði verið sléttað með jarðýtu og verið var að reisa fiskhjalla til að verka skreið. Þetta var undir lok þess tímabils sem skreið var unnin í stórum stíl á markað í Nígeríu. Fátt fékkst fyrir skreiðina upp úr þessu og gott ef kröfurnar á hendur innflytjendum þessarar framleiðslu í Afríku hafi ekki verið afskrifaðar. Hvað skyldi hafa legið á að afmá sögu tengdri atvinnu og samgöngum til að sinna skammtímagróðasjónarmiðum?

Svo fór um sjóferð þá. Íslendingar hafa allt of oft verið uppteknir af skyndigróðanum og svo virðist það ekki vera endasleppt. Skammsýnin virðist oft vera helst til mikil og er það miður.

Fyrir um 12-15 árum gekk Mosi aðrar gamlar grónar götur frá Stíflisdalsvatni framhjá Selkoti yfvir Kjálká og svonenfda Kjósarheiði í átt að Þingvöllum. Þessi leið var á miðöldum einn helsti þungaflutningaleiðin frá Maríuhöfn í Hvalfirði og austur á Þingvöll en þar var sem kunnugt er, einn stærsti markaður landsins í þá tíð. Á nokkrum stöðum mátti sjá fallnar vörður en furðu mína vakti að þá nýverið hafði verið farið um leiðina með ýtu og gamla reiðgatan þar með eyðilögð. Hestamönnum dugði ekki að ríða í halarófu eins og tíðkast hefur verið um aldir, heldur urðu þeir að ríða samsíða og því var fengin jarðýta og leiðin rudd. Auðvitað var þetta kært og í ljós kom að hestamannafélag eitt á höfuðborgarsvæðinu átti hlut að máli. Þetta félag hafði fengið opinbera styrki til að bæta reiðvegi en svo illa tókst til að fornum leiðum var spillt.

Frægt var þegar gröfur á vegum Gunnars Birgissonar bæjarstjóra í Kópavogi ruddust gegnum skóglendi Heiðmerkur fyrir nokkrum misserum og ollu miklum spjöllum.

Nú er enn merkum fornleifum spiltt og að öllum líkindum verður það ekki í síðasta skiptið sem það verður gert ef ekki verði spornað við þessu.

Mín tillaga er sú, að þegar svo stendur á að þegar verktaki kynnir sér ekki nægjanlega upplýsingar um fornminjar og annað sem máli skiptir, verði hann ekki einungis bótaskyldur og skaðabótaskyldur, heldur einnig útilokaður um tiltekinn tíma að hafa heimild að taka þátt í opinberum framkvæmdum. Þetta ætti að verða verktökum mjög alvarleg aðvörun að þeim beri að gæta í hvívetna nærgætni gagnvart umhverfi því þar sem þeir eru að vinna.

Við verðum að varðveita allar þær merkustu minjar sem tök eru á. Dæmi er Gamli Þingvallavegurinn sem víða er afarilla farinn. Það þarf að friða hann enda er skelfilegt að sjá hvernig jeppaökumenn og aðrir hafi stórskemmt hann á löngum köflum.

Mosi

 


mbl.is Fornleifum spillt á Hellisheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 242962

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband