Hvað leyndist í farminum?

Flutningaskip með fullfermi af timbri nýkomið úr klössun í Kalingrad (Königsberg) sem er þekkt fyrir að vera ein mesta smyglborg heims, getur augljóslega verið í einhverjum slíkum smyglleiðangri.

Á dögunum heyrði Mosi kenningu sem útskýrir nánast allt, hversu yfirvöld Vesturlanda virðast ekki viljað láta neina vitneskju út.

Kenningin gengur út á það að verið væri að smygla plútóni eða öðrum geislavirkum efnum sem unnt er að smíða kjarnasprengju úr. Sjóræningjarnir hafi verið á snærum leyniþjónustu Ísrael sem hefur komist á snoðir um þetta smygl og það eru mjög miklir hagsmunir bæði Ísrael sem Vesturlanda og reyndar Rússa einnig, að kjarnakleyf efni lendi ekki í höndum misindismanna. Ef þessi kenning reynist rétt skýrir það hvarf skipsins, yfirvöld Vesturlanda láta sem ekki sé vitað um ferðir skipsins frá því heyrðist frá því þear það var á ferð um Ermasund.

Þegar leyniþjónusta Ísraela hefur komist að hinu sanna eða numið geislavirka efnið úr skipinu, þá skipti skipið ekki lengur máli fyrir Ísraela og rússneskum yfirvöldum tilkynnt hvar skipsins væri í heiminum að leita. Þetta mál er vandræðalegt fyrir Rússa enda hafa þjófar átt tiltölulega greiða leið að ýmsum verðmætum eftir hrun kommúnismans, þ. á m. birgðum Rauða hersins á þessum hlutum.

Leyniþjónusta Ísraela er ein sú öflugasta í heimi og þeim er eðlilega mikið í mun að gæta fyllsta öryggis enda löndin fyrir botni Miðjarðarhafsins ein mesta púðurtunna heimsbyggðarinnar, því miður.

Sennilega verður seint gefin út opinber yfirlýsing um dularfulla ferð skipsins frá Eystrasalti og út fyrir strendur Afríku en málið látið liggja í þögninni.

Góður efniviður fyrir rithöfund.

Mosi


mbl.is Nýjar samsæriskenningar um Arctic Sea
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband