Flókið mál

Ekki er annað að sjá en að mál þetta er nokkuð flókið. Einkennilegt er að ekki hafi undirbúningur að því verið betri.

REI málið var mikið klúður frá upphafi til enda. Þar var lagt af stað með hugmynd um skiptingu á gróðanum áður en almennilega væri gengið frá þessari viðskiptahugmynd sem var dæmd fyrirfram að geta ekki gengið upp af sérstökum ástæðum. Þegar ákveðið hefur verið að baka stóra og girnilega köku, þá þarf auðvitað fyrst að kanna hvort allt efni í hana sé fyrir hendi og að unnt sé að baka. Í REI álinum var eiginlega byrjað á því að ákveða hvernig skipta ætti kökunni þó svo að ekki hefði neinn raunverulegur undirbúningur verið hafinn fyrir baksturinn mikla!

Eins er með þetta mál varðandi hlut Hafnarfjarðar í Hitaveitu Suðurnesja sem Reykjavíkurborg og Orkuveita Reykjavíkur er með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur dæmd að greiða Hafnarfjarðarbæ mjög háar fjárhæðir.  Allt vegna þess að undirbúning var áfátt.

Mér finnst Sjálfstæðisflokkurinn vera allt of fljótur að ákveða í mjög flóknum málum. Við Íslendingar minnumst þess hve mikið gekk á að koma þessum framkvæmdum við Kárahnjúka af stað. Þar var mjög illa staðið að skattamálum og kostar ríkissjóð mun hærri fjárhæðir í töpuðum sköttum en ætla má að stjórnlagaþing kostar. Nú fara þingmenn Sjálfstæðisflokksins hamförum út af því.

Margt mætti tína til en nóg að sinni.

Mosi

 


mbl.is Orkuveitan greiðir milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 242983

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband