Hver er þessi breski huldumaður? - Hefur hann komið við sögu hjá Scotland Yard?

Hver er þessi breski huldumaður?

Aftur og aftur sprettur nafn þessa breska athafnamanns og braskara í íslenskum fjölmiðlum. Hann virðist vera nátengdur íslenskum fjárglæframönnum, situr í stjórn tryggingafélagsins Exista sem nú hefur verið eins og bankarnir, etið innan frá og eru hlutabréf þess sem bankanna einskis virði.

Skyldi þessi maður ásamt íslensku viðskiptamönnum sínum hafa komið við sögu auðgunarbrota hjá Scotland Yard? Miðað við umsvif þessa manns getur vart hafa farið fram hjá neinum árvökulum augum breskra lögreglumanna að ekki sé allt með felldu.

Mjög vel skipulagt brask varð íslensku bönkunum að falli. Þeim hafði smám saman verið breytt í ræningjabæli. Stjórnendum bankanna var ljóst eða mætti vera ljóst, að þeir væru að höndla með hagsmuni bankanna á ystu rönd þess sem löglegt er. Þeir hafa fyrir löngu yfirgefið það sem siðareglur viðurkenna. Með svikum og blekkingum hafa þeir vafið vef svikamyllu sem tengist ýmsum skuggalegum fyrirtækjarekstri víða um heim sem rekja má til skattaskjóla.

Spilin á borðið!

Á þessi breski braskari sögu hjá Scotland Yard?

Mosi


mbl.is Lán til Tchenguiz mögulega brot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 242983

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband