Fáum sérfræðinga frá Scotland Yard til liðs við okkur!

Eftir rúman hálfan áratug þá ríkisbankarnir voru einkavæddir, þá hefur komið í ljós að sú ákvörðun reyndist vera kórvilla. Einkavæðingin var með þeim veiku forsendum sem þá voru þó ljósar. Andvirði bankanna sem nam örfáum milljörðum var greitt með flýtiarði og skammtímamarkmiðum. Stjórnvöld sýndu þessum bröskurum einstakan „skilning“ með því að fella niður bindiskyldu sem var afnumin, eftirliti var verulega áfátt og nánast allt gert eftir pöntun til þess að efla sem mest „frelsið“ kaupenda bankanna sem reyndust vera fjárglæfrar hinir verstu. Í Morgunblaðinu í gær er köld kveðja frá einum helsta féflettinum, erlendum braskara, sem af s´æerstökum ástæðum er ekki nafngreindur hér. Greinin er þýdd en ekki er þýðanda getið.

Af grein þessari að dæma mætti ætla að þarna væri á ferðinni einhver saklaus fermingastrákur sem komið hefði sparifé sínu fyrir í Kaupþingi. Hann kveðst hafa haft viðskipti í Kaupþingi síðan 2003, sama ár og Búnaðarbankinn var einkavæddur en hann varð stofninn að Kaupþingi sem kunnugt er. En þessi maður er ekki jafn saklaus og blautur milli eyrnanna sem þessi „skrif“ hans bera með sér. Sitthvað má lesa milli línanna og það sem hann segir ekki er hins vegar kunnugt af öðrum heimildum. Þessi maður hverfur á braut með andvirði 280 milljarða króna í formi „láns“ án þess að ljóst sé að neinar tryggingar fyrir endurgreiðslu hafi verið lagðar. Þessi maður erstjórnarmaður í Exista og hefur greinilega verið einn aðalpaurinn í að eta þessi fyrirtæki að innan. Afrakstrinum er komið til skattparadísa í Karabiska hafinu.

Þessi fjárhæð 280 milljarðar er tæp milljón á hvern Íslending! Hér er um að ræða ráðstöfunartekjur allrar íslensku þjóðarinnar fyrir nauðþurftum sínum í heilt ár!

Við þurfum að fá sérfræðinga Scotland Yard í hvítflibbaglæpum okkur til aðstoðar án tafar! Þeir hafa yfir að ráða mjög dýrmætri reynslu við að rannsaka og upplýsa sakamál tengdum hvítflibbum auk þess að hafa mjög góðar og traustar upplýsingalindir til að hafa upp á þessum hvítflibbamönnum sem skilja landið okkar sem sviðinni jörð.

Breski hvítflibbabraskarinn sem skrifar í Morgunblaðið í gær á sér greinilega íslenska vitorðsmenn sem vilja greiða götu þessa braskara. Hver þýðir þessa dæmalausu grein þar sem hann þakkar pent fyrir sig og gefur í skyn að við erum eins og börn í fjármálum? Það kemur hvergi fram.

Mosi

 


mbl.is Hefði gert margt öðruvísi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

þetta er hárr rétt,bara skotland Yard í þetta/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 7.3.2009 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 242972

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband