Réttlátur dómur

Við lauslegan yfirlestur á dómnum þá er sennilega um réttlátan dóm yfir þessum erlenda manni sem gerði tilraun að smygla umtalsverðu magni af fíkniefnum til landsins. Nú hefur þessi maður sem mun vera kominn af léttasta skeiði hafa komið við sögu sakamála áður og sumt alvarlegt þá er ljóst að um sé að ræða sakborning sem líklegt er að hafi verið tilbúinn í e-ð sem ekki er löglegt.

Dómurinn er tiltölulega stuttur og er miður að ákærði virðist ekki hafa vitað mikil deili á þeim mönnum sem hann var í tengslum við og hafi að sögn hans komið honum til að fremja smygltilraun þessa.

Eina formlega aðfinnslan er að ekki komi fram fæðingardagur ákærða í dómnum eins og venja hefur verið. Vonandi verður þessi maður sendur í afplánun í heimalandi sínu enda er svona „sending“ ekki til að bæta ástandið í fangelsismálum þjóðarinnar sem stendur. Mjög umtalsverður kostnaður fylgir rekstri fangelsa og mun vera mun ódýrara fyrir samfélagið að hafa afbrotamenn í dýrustu hótelum á borð við Hótel Sögu en vista þá bak við rimlana á Litla-Hrauni.

Mosi


mbl.is Þýskur maður dæmdur í fimm ára fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 242948

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband