Nýju fötin keisarans?

Raunverulegar breytingar eða aðeins til málamynda?

Viðtalið við þennan nýja og unga formann er góðra gjalda vert svo langt sem það nær. Hann talar fyrir nýjum áherslum og stefnubreytingu í áttina til vinstri. Þetta hefur verið reynt áður og það meira að segja margsinnis. Framsóknarflokkurinn hefur leitt nokkuð margar ríkisstjórnir en þær voru ekki meira til vinstri en svo að í skjóli flokksins dafnaði ýmiskonar pólitísk fyrirgreiðsla. Þaðmun að öllum líkindum ekki breyta neina þó svo ungur maður með ferskar skoðanir komi til sögunnar.

Í ljós kemur að hann hefur aðeins verið tæpan mánuð í flokki þessum. Hann hefur að öllum líkindum ekki kynnst þeim aðilum sem í raun hafa haldið um taumana í flokknum. Það eru auðmennirnir og braskaranir í flokknum sem nú eru margir hverjir tengdir mestu og verstu spillingaöflunum í landinu.

Í annarri frétt í netútgáfu Vísis http://www.visir.is/article/20090119/FRETTIR01/958114659 segir frá því að hvorki Framsóknarflokkur né Sjálfstæðisflokkur hafi lokað bókhaldi sínu fyrir 2007. Hvers vegna skyldi svo vera? Er það vegna þeirra miklu spillingar sem nú hefur komið landi og þjóð í verstu vandræði frá upphafi vega? Það skyldi ekki vera meginskýringin?

Kannski þessi nýja forysta Framsóknarflokksins minni einna helst á nýju fötin keisarans? Verið er að draga athyglina frá því sem í raun og veru er að gerast og fá einhverja málamynda uppstokkun í Framsóknarflokknum sem gjarnan mætti heyra sögunni til.

Það verður erfitt hlutskipti fyrir ungan mann að axla þá miklu ábyrgð sem hvílir á Framsóknarflokknum. Framsóknarflokkurinn ber ásamt Sjálfstæðisflokknum meginábyrgð á einkavæðingu bankanna, ákvörðun um byggingu Kárahnjúkavirkjunar sem í raun er dýrasti kosningavíxill sem um getur. Með þessum tveim ákvörðunum varð braskið, undirferlin, græðgin, svikin, slægiðn og prettirnir að megineinkennum efnahags íslensks þjóðlífs.

Mosi

Mosi


mbl.is Vill færa flokkinn frá hægri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 243041

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband