Hvað er „ferðaiðnaður“?

Hvenær ætla blaðamenn að læra íslensku? Því miður eru alltof margir sem hugsa ekki á íslensku heldur en einhverju öðru máli. Hvað er eiginlega „ferðaiðnaður“? Er þar um einhverja framleiðslu í þágu ferðamanna t.d. framleiðsla minjagripa eða kannski pulsugerð? Orðið iðnaður er aðeins ein þýðing á enska orðinu „industry“. Og þar með „tourist industry“ þýtt hrátt sem „ferðaiðnaður“.

Orðskrípið „ferðamannaiðnaður“ er af sama toga.

Sem leiðsögumaður einkum erlendra ferðamanna um landið okkar nam eg fræði mín hjá afburða kennurum í Leiðsöguskóla Íslands. Okkur var ekki aðeins kennt sitthvað sem nýtist okkur í okkar góða praxís heldur var okkur einnig að varast sitthvað. Ekki aðeins hættur í náttúru landsins eða umferðinni heldur að við ættum að nota rétt orð. Sum orð ber að varast, oft af gefnu tilefni.

Allt of oft og allt of margir falla í þann pytt að varast ekki að erlend orð hafa oft fleiri en eina merkingu, ekki síður en í íslensku. Þessi eiginleiki tungumáls lýsir hve lifandi það er.

Mosi


mbl.is Færri sækja Bretland heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er algengt, eins og við vitum, að menn taki svona til orða. Þetta er kannski orðið „eðlilegur“ hluti af daglegu máli nútímamannsins.

Mér finnst eitt vanta í þinn annars ágæta pistil. Hvaða orð menn ættu að nota í staðinn?

 Bestu kveðjur.

Hermann Guðmundsson (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 15:50

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þakka þér Hermann að benda mér á að auðvitað láðist mér að nefna það orð sem betra fer en það er auðvitað orðið „ferðaþjónusta“. Þetta orð tekur yfir nánast allt sem tengist þeirri starfsemi sem enska orðið „tourist industry“, bæði einföld samsetning og lýsir vel þessari starfsemi. Iðnaður tengist alltaf einhverri framleiðslu og auðvitaður því starfi sem iðnaðarmönnum fylgir. Þau eru í fæstum tilvikum tengd þjónustu við ferðamenn.

Bestu þakkir

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 16.1.2009 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 242981

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband