Margt er sambærilegt: 1939 og 2009

Þegar Adolf Hitler kanslari hóf innrás herja sinna inn í Pólland aðfaranótt 1. september 1939 var engrar miskunnar að vænta. Innrásin var vel undirbúin og lið allt vel út búið, rétt eins og nú. Breski sendiherran í Berlín reyni alla nóttina og allan þann dag að ná tali af kanslaranum án nokkurs árangurs. Tilefnið var að reyna að fá þýska kanslarann að draga herlið sitt til baka enda voru hagsmunir Breta og Frakka gríðarlegir. Bretar og Frakkar höfðu nefnilega í milliríkjasamningum við Pólverja skuldbundið sig að tryggja landamærin milli Þýskalands og Póllands. Kanslaranum þýska var ekki hnikað, hann fór sínu fram hvað Bretum og Frökkum viðkom. Þann 3ja september lýstu Bretar og Frakkar stríði gegn Þýskalandi enda var engu tauti við hann komið. Þrátt fyrir að þeir voru engan veginn tilbúnir að sýna þessum friðarspilli neina hörku var farið af vanefnum út í stríð sem varð brátt eitt allsherjar bál. Ekki var aftur snúið.

Ísrael er stýrt af mjög herskáum og siðlausum mönnum, rétt eins og Þýskalandi 1933-1945. Því miður hafa þeir hagað sér vægast sagt mjög harkalega gagnvart Palestínumönnum undanfarin ár og bera fyrir sig flugskeytaárásir frá Hamas. Hví í ósköpunum er ekki unnt að koma í veg fyrir aðflutninga á þessum flugskeytum þegar matarskortur og vatnsleysi hefur þjakað hálfa aðra milljón Palestínumanna á Gaza? Léttara hefði verið að koma í veg fyrir að herskáum Hamas liðum berist þessi vopn, t.d. með góðri samvinnu við Egypta en talið er að megnið af því sem smyglað er frá suðri.

Nú hefur um 1000 manns verið felld. Þetta eru morð af yfirlögðu ráði á ábyrgð þeirrar klíku sem stýrir Ísrael um þessar mundir. Að nota fosfórsprengjur er sérkapítuli fyrir sig sem alþjóðasamfélagið er alveg gapandi af undrun hvers vegna þeir leyfa sér svomikla grimmd.

Fjöldi Gyðinga er mjög ósammála ríkisstjórninni enda er þeim meira virði að lifa í góðu landi meðal vinveittra þjóða. Þeir gera sér grein fyrir að upphaflega gerðu Gyðingar sig n.k. boðflennur að setjast að í landi sem öðrum tilheyrði. En svona geta gamlar bækur haft mikil áhrif að þeir trúðu enn sem meira en 3.000 ára gamlir textar sögðu að landið tilheyrði þeim! Auðvitað var töluvert af landi keypt og það er auðvitað góð aðferð að eignast land. En þetta er önnur saga.

Aldrei er unnt að rækta friðsamleg samskipti þegar ríkisstjórnin er sífellt að eyðileggja þann ávinning sem náðst hefur. Árið 1994 deildi Arafat friðarverðlaunum Nóbels við ísraelsku stjórnmálamennina Rabin og Peres. Nú féll Rabin fyrir kúlu frá morðingja sínum sem var mikill öfgasinni, bókstafstrúarmaður. Peres virðist vera orðinn umskiptingur, þessi fyrrum friðsami maður er nú í þeirri stöðu að réttlæta myrkraverkin.

Einkennilegt er, að ríkisstjórn Ísraels hafi ekki viljað feta þá slóð sem þeir félagar Nelson Mandela og Desmond Tutó fetuðu þá apartheid stefnan var afnumin í Suður Afríku. Flestir voru á því að þau gríðarlegu þjóðfélagslegu viðfangsefni væru nánast óleysanleg og allt stefndi í blóðugt uppgjör. En með framsýni sinni kveður Mandela forvera sinn, de Clerk, sér til aðstoðar. Mandela vill að þeir sameinginlega leiði alla íbúa Suður Afríku fram hjá borgarastyrjöld. Þetta hefur tekist, kannski ekki alveg en með fremur fáum hnökrum. Hvers vegna í ósköpum var ekki svipuð leið farin fyrir botni Miðjarðarhafsins?

Að sigra í stríði er auðveldur leikur fyrir þann sem hefur yfir nægum og góðum her og hergögnum að búa. Að sigra friðinn hefur alltaf vafist fyrir þessum sömu aðilum. Napóléón var mjög snjall herforingi sem er sá fyrsti í sögunni síðan í fornöld sem fremur valdarán í byltingu með her sínum. Hann reyndist vera hinn versti klaufi bæði í stjórnmálum sem og kvennamálum. Mættu margir taka sér það til alvarlegrar athugunar.

Þegar ísraelski herinn hefur skotið til bana síðustu friðardúfurnar þá er ekki von á neinu góðu. Kannski að nú sé einasta vonin að Þjóðverjar felli niður stríðsskaðabætur vegna gyðingaofsóknanna á sínum tíma. Þýskir skattgreiðendur hafa fyllstu ástæðu til að ætla, að verulegum hluta af þessu mikla fé sé varið til hergagnakaupa til að brjóta á hagsmunum 3jaaðila. Tilgangur bótanna er brostinn!

Kannski þeir sem eiga nú sárt um að binda á Gaza eigi siðferðislega meiri rétt til slíkra greiðslna, kannski frá Gyðingum?

Mosi

 


mbl.is Hörðustu árásir á Gasaborg til þessa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort Hitler hafi verið spámaður sem vildi með sínum gyðingadrápum koma í veg fyrir enn verri dráp framtíðarinnar.  Ég er hræddur um að sagan endurtaki. Þó með þeirri tilbreytingu að afleiðingarnar verði mun skelfilegri.

Offari, 15.1.2009 kl. 13:37

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hvernig voru stríðin eftir Hitler? Kóreustríðið, Víetnamstríðið, Afganistan og Afríka, valdarán í Argentínu, Chile og fleiri ríkjum?

Ekki er líklegt að Gyðingar hafi komið nokkuð nálægt þeim.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 15.1.2009 kl. 13:49

3 identicon

Það er einn stór munur sem þú virðist gleyma. Pólland var ekki að reyna að þurka Þýskaland út, en það er yfirlýst stefna Hamas samtakanna og reyndar margra Arabaríkja þarna í kring að gjöreyða Ísrael. Allara Arabaþjóðirnar studdu Hitler og hafa í raun aldrei hætt að reyna að klára það sem hann byrjaði á.

Kristinn (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 14:53

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Kristinn: geturðu útskýrt betur fullyrðingu þína að öll Arabaríkin hafi staðið með Hitler. Hef aldrei rekist á að nokkuð geti verið til í því. Egyptar voru t.d. eðlilega með Bretum enda háðir þeim.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 15.1.2009 kl. 15:37

5 identicon

Egyptaland var hersetið af Bretum. (Þú getur lesið um það hér.) Það er varla hægt að túlka það sem stuðning við þá.  Egyptar voru reyndar að berjast á móti Bretum og reyna að koma þeim burt. Hitler vildi útrýma Gyðingum. Múslímar vildu það sama (og vilja enn) og studdu því áætlun Hitlers. Þó að Hitler hafi tapað stríðinu, hafa Arabar aldrei hætt að reyna að klára það sem hann byrjaði á.

Kristinn (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 242953

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband