Grafaræningjar

Braskari játar ásökunum í blaðagrein:

Agnes Bragadóttir er einn skeleggasti blaðamaður íslensku þjóðarinnar. Hún hefur flett ofan af ýmsu sem miður fer í okkar samfélagi og á dögunum ritaði hún um spillinguna sem stungið hefur sér niður með fullum þunga í íslensku samfélagi.

Um helgina tók Agnes fyrir þessi einkennilegu fyrirtæki: Exista og Kjalar en eins og kunnugt er, þá kröfðust forsvarsmenn fyrirtækja þessara að úr þrotabúi Kaupþings yrði greiddar 650 milljarðar evra til fyrirtækja þessara. Þetta er gríðarlega há fjárhæð og þykir mörgum þessir herramenn sýna mikla bíræfni að krefjast þess að fá þessa milljarða á tvöföldu gengi Seðlabankans.

Í gær, mánudag ritar forstjóri Kjalars svargrein gegn umfjöllun Agnesar: „Lán og varnir - Agnesi svarað“. Þar leggur hann áherslu á að „unnið hafi verið af heilindum“ við að gæta hagsmuna þessa braskfyrirtækis!

Við lestur þessarar greinar er ekki annað unnt að lesa en aðþar komi fram játningar braskara um að hafa tekið stöðu gegn krónunni til þess að auðga sig meira en nokkur annar hafði aðstöðu til. Óvenjulegt er að lögregla þurfi ekki einu sinni að fá fram játningu grunaðs manns við yfirheyrslu. Viðkomandi kemur upp um sig sjálfur og mætti þessi grein verða öllum til alvarlegrar umhugsunar hvernig komið er í okar samfélagi.

Venjulegur hluthafi í Exista hefur orðið fyrir gríðarlegu tapi. Í höndunum á þessum fjárglæframönnum eru hlutir litlu hluthafanna nánast orðið einskis virði án þess að nokkrum vörnum væri komið við.

Því miður hefur sálarlaus braskarahugsunarháttur orðið gegnsýrður huga sumra landa okkar. Þeir haga sér eins og óprúttnir grafaræningjar sem brjóta sér leið inn í gamla helgidóma til að ræna og rupla öllum þeim fémætum sem þar er að finna. Lengi vel sóttu ræningjar fornar grafir faróa Egyptalands í píramítunum. Spænskir ribbaldar eyddu Azteka- og Inkaríkjunum sem staðið höfðu í aldir ef ekki þúsundir ára. Sjóræningjar hafa vaðið uppi í aldir og valdið miklu tjóni víða um heim. Svo koma þessir fuglar og krefjast að fá refjalaust afhentar eignir úr þrotabúi banka sem nema ríkisútgjöldum meira en tveggja ára fyrir snúð sinn! Þeir kveða sig vera vel að þessum auð komnir enda hafi þeir „unnið að heilindum“! Kannski umfram aðra þjóðfélagsborgara sem í svita síns andlits hafa lagt fyrir af sparnaðisínum dálitla fjármuni til kaupa á hlutabréfum, annað hvort sjálfir eða gegnum lífeyrissjóði landsmanna.

Því miður virðist engin ákvæði hegningarlaganna ná yfir svona herramenn en verkin þeirra sýna og sanna okkur sem verðum að leggja á okkur gríðarlegt ok á næstu árum.

Þessir menn mættu gjarnan skammast sín - ef þeir kunna það!

Mosi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 242955

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband