Í hverju liggur misskilningurinn?

Nú hyggst Gísli Marteinn fara til útlanda og læra að verða borgarstjóri. Það er góðra gjalda vert en undarlegt er að hann ætlar að tvískipta sér rétt eins og Dr. Jecyll and mister Hyde: vera námsfús nemandi í háskólanámi flesta daga og koma öðru hverju eftir dúk og disk til Reykjavíkur til að taka þátt í stjórn borgarinnar!

Vandræðin í borgarstjórn Reykjavíkur stafa fyrst og fremst af því hversu borgarfulltrúar eru tiltölulega fáir. Þeir hafa verið 15 í nánast heila öld ef undan er skilið kjörtímabilið 1982-86 þegar þeim hafði verið fjölgað í 21 en sú nýskipan var ekki að skapi Davíðs Oddssonar meðan hann var borgarstjóri í Reykjavík. Störf borgarfulltrúa er í dag nánast fullt starf sökum þess hve fáir þeir eru. Á höfuðborgarsvæðinu búa nær 200.000 íbúar og í sveitarfélögunum öllum eru fulltrúar alls 65 að tölu. Lætur því nærri að um 3.000 íbúar séu að meðaltali að baki hverjum fulltrúa og þykir ekki ofrausn ef miðað er við stjórn annars staðar. Ef sama hlutfall væri í Reykjavík þyrfti að fjölga fulltrúum a.m.k. um 100% þannig að fjöldi þeirra verði 30 og jafnvel væri þörfin enn meiri ef vel á að standa að málum og sinna þeirri þjónustu betur sem fulltrúar eru kosnir til að gegna.

Fyrir 100 árum voru íbúar Reykjavíkur um 10.000 að tölu. Þá voru um 670 manns að baki hverjum bæjarfulltrúa. Þá voru verkefni Reykjavíkurbæjar fremur fá og einhæf. Nú eru íbúar borgarinnar að nálgast óðum 120.000 eða um 8.000 íbúar að baki hverjum borgarfulltrúa. Verkefni á sviði þjónustu gagnvart borgurunum eru nú margfalt fleiri og umfangsmeiri en fyrir 100 árum. Það er eins og hvorki Sjálfstæðisflokkurinn né Gísli Marteinn átti sig á þessari staðreynd. Að kjósa Gísla til sérstakra trúnaðarstarfa sem 2. varaforseti borgarinnar er því bein sýndarmennska og nær ekki nokkurri átt.

Ef Gísli kemst upp með svona nokkuð er um mjög slæmt fordæmi að ræða. Hvernig hyggst Sjálfstæðisflokkurinn bregðast við ef aðrir borgarfulltrúar hyggjast leggja stund á hliðstætt nám og Gísli og vilja einnig læra til borgarstjóra? Stjórnkerfið verður án efa meira og minna óvirkt meðan verið er að sækja sér menntunar erlendis. Mun meira vit hefði verið að Gísli hefði kallað varamann sinn inn í staðinn fyrir að stunda sýndarmennsku sem honum er kannski best við hæfi. Tillaga Mosa er að mynd af borgarfulltrúanum verði komið fyrir í stól fulltrúans þegar hann einhverra hluta vegna nær ekki fundi sökum anna.

Mosi 

 

 


mbl.is Gísli Marteinn: Ákveðinn misskilningur í gangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 242975

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband