Málefni sem varðar allan heiminn

Ljóst er að Þingvallanefnd þarf að vinna að lausn þessa máls í samráði við sérfræðinga UNESCO. Og það er ekkiaðeins endurgerð Gjábakkavegar eða annars vegar sunnar, um Lyngdalsheiði, heldur þarf einnig aðvinna markvisst aðþví hvernig unnt verði að varðveita náttúru þjóðgarðsins Þingvallar sem best. E.t.v. þarf að takmarka umferð almennra ökutækja um þjóðgarðinn meira en sem komið er því að óbreyttu þá má reikna með að umferð vélknúinna ökutækja fari fjölgandi þegar fram líða stundir. Það er ekki einungis umferð bifreiða og annarra ökutækja á landi heldur einnig báta og flugvéla á svæðinu. Ef slys verður, má reikna með umtalsverðri mengun ef eldsneyti fer út í umhverfið. Hraunin eru mjög gljúp og mjög erfitt að hreinsa spilliefni úr jarðvegi. Allt lífríkið er í hættu.

Við Íslendingar erum oft furðu kærulausir og sýnum ekki alltaf heiminum að við séum sérlega skynsamir. Hvers vegna ekki að fá sérfræðinga UNESCO í þjóðgarðsmálum til að styðja og efla þjóðgarðinn?

Mosi


mbl.is Þingvellir af heimsminjaskrá?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En eru það ekki einmitt ágæt rök fyrir góðum vegi á þessum slóðum... fækka mögulegum slysum. Ef bíll td lendir framan á öðrum bíl á þessari kjánalega mjóu vegræmu sem nú liggur gegnum þjóðgarðinn þá hlýtur það að geta haft mjög slæmar afleiðingar í för með sér vegna eldsneytis og olíu mengunar. Betri vegur (færri hlykkir og breiðari vegur) hlýtur að minnka líkurnar á slysum alveg gríðalega...

Rúnar (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 243044

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband