Fyrir 40 árum

Nú bregður mörgum í brún um skyndlilegt fall á íslensku krónunni. Undanfarin ár hafa fáir gjaldmiðlar verið jafn stöðugir og íslenska krónan en nú kemur í ljós að „stöðugleikinn“ virðist vera á brauðfótum að ekki sé dýpra tekið í árina.

Fyrir 40 árum máttu íslenskir alþýðumenn horfa upp á meira gengisfall:

24. nóv. 1967 var gengi krónunnar fellt um 24,6% og tæpu ári síðar eða 11.nóv. 1968 aftur um 35,2%. Á tímabili sem stóð innan við ár hafði bandaríkjadalurinn hækkað um nálægt 100% eða úr 43 krónum í 87. Allt efnahagslífið varð lamað við þetta og ástæðan var sú að síldveiðar brugðust, síldin hafði gjörsamlega horfið. Þá var útflutningsverðmæti Íslendinga að þriðja parti bundin síldarútflutningi.

Svona var nú það og þó svo að Sjálfstæðisflokkurinn héldi um stjórnartaumana með Alþýðuflokknum, dugði það ekki til.

Nú er ekkert annað að gera en að doka og fylgjast með. Það sem mestu máli skiptir núna er að  spara sem mest og losa sig sem mest við skuldir. Aðeins þolinmæði og þrautseigja dugar og að bíta á jaxlinn yfir því sem orðið er.

Mosi 

 


mbl.is Mesta gengisfall á einum degi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Johnny Bravo

Skemmtilegur sögu pistill, en felling og fall er ekki það sama. 

Þess vegna koma bara dagar eftir 1maí 2001 til greina.

Nú verða menn að fara að framleiða eitthvað annað en innflutning á peningum og bílum og húsum keypt fyrir það.  Nú eru útflytjendur glaðir. 

Johnny Bravo, 17.3.2008 kl. 17:15

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Það eina jákvæða við þessa breytingu að  æeg lít á þetta sem lagfæringu á genginu. Það er búið að vera óeðlilega hátt og gott fyrir útflutningsgreinarnar að þetta skuli gerast.

Hitt er svo annað mál að margir óttast enn meiri gengislækkun og ljóst mál að kjör almennings skerðast umtalsvert við þetta.  

Jón Halldór Guðmundsson, 17.3.2008 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 243046

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband