Of mikið af vopnum

Þetta er óskiljanlegt ástand þarna fyrir botn Miðjarðarhafsins. Bæði Ísraelar (Gyðingar) sem og Palestínumenn tapa með því aðvera með gnæfð vopna. Þessi þráleikur sem staðið hefur í áratugi virðist ekki hafa neinn enda uns allir hafa gengið af öllum öðrum dauðum. Hvers virði er þá stoltið og málstaðurinn? Þessi gömlu gildi: tönn fyrir tönn og auga fyrir auga er svo arfavitlaus að undur er að þetta guðs volaða fólk virðist ekki átta sig á þessu.

Annars er þessi herför Ísraela (Gyðinga) farin að minna óþyrmilega á herferð nasista gegn Gyðingum í Warsjá á sínum tíma en með öfugum formerkjum auðvitað. Gyðingar voru gjörsamlega niðurlægðir og að lokum sallaðir niður með vígvélum þýskrar stóriðju frá Krupp og öðrum framleiðendum eða öðrum óhugnanlegum manndrápsaðferðum. Nú mega Ísraelar (Gyðingar) gæta sín að lenda ekki í sama pytt gagnvart Palestínumönnum. Gjörvöll heimsbyggðin stendur agndofa hví í ósköpum er ekki unnt aðhalda uppi friðsamlegri sambúð á svæði sem varla er mikið stærri en norðurhluti Reykjanesskagans.

Af hverju geta þessar tvær þjóðir ekki tekið sér þá lausn til fyrirmyndar sem leiddi til friðsamlegra samskipta kynflokka í Suður Afríku með afnámi Apartheit laganna illræmdu? Auðvitað var þar mjög djörf tilraun þeirra félaga Mandela og Clerk en hún skilaði árangri og það var auðvitað aðalatriðið.

Megintakmark þarf að skapa friðsamlegri lausn. Lykillinn er auðvitað sá að um allsherjar vopnabann verði innleitt og að báðir deiluaðilar sjái sér fremur hag í að sitja á strák sínum en grípa til ófriðlegra aðgerða sem virkar alltaf sem hvatning fyrir hinn deiluaðilann.

Mosi

 


mbl.is Abbas reiðubúinn til viðræðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 243038

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband