Hagsmunir efnahagslífsins

Nú er svo komið að tekjur íslensku bankanna koma að mestu utanlands eftir að þeir hafa haslað sér völl erlendis. Það er því mjög eðlilegt að stjórnendur þessara banka sem og annarra fyrirtækja sem starfa að mestu erlendis en hafa meginstarfstöð sína á Íslandi að gera upp fjármál sín í erlendum gjaldeyri. Íslenska krónan er því miður að verða safngripur hvort sem þeim ser málið varðar, vetur eða verr.

Íslensk fyrirtæki hafa mörg hver ársreikninga sína á erlendu máli og aðalfundurinn er haldinn á ensku eða öðru tungumáli. Satt best að segja finnst mér það mun verr en að sjá á eftir krónunni íslensku sem ætíð hefur verið meira til vandræða en gagns. Hvernig er annars með krónuna? Er hún nokkuð íslenskari en aðrar myntir og seðlar að öðru leyti en því að letur er á íslensku? Hvorttveggja er slegið og prentað í erlendum myntsláttum og prnetsmiðjum og þessir hlutir eru því lítið íslenskari en aðrir sambærilegir hlutir.

Mosi leggur því eindregið til að öll fyrirtæki geri upp í evrum en haldi aðalfund sinn á íslensku. Túlka má fyrir erlenda hluthafa ef þörf er fyrir því. Sennilega mun Seðlabanki og þeir sem aðhyllast takmarkalausa miðstýringu hafa e-ð um það að segja en eru það ekki viðskiptaleg rök fyrir því að fyrirtæki fái óafturkræft frelsi að gera upp í þeim gjaldmiðli sem þeim er hentugast?

Við skulum halda í íslenskuna á aðalfundum enda verði þeir haldnir á Íslandi meðan fyrirtækin hafi starfstöðvar sínar hér og fyrirtækin vilja starfa á Íslandi. Með því getum við aðlagað betur þarfir og hagsmuni efnahagslífsins við íslenskt þjóðlíf.

Mosi

 


mbl.is Eðlilegt að skrá hlutabréf í erlendri mynt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 242969

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband