Smápeningar

Í samanburði við þá ákvörðun undir lok septembermánaðar 2008 að afhenda gjaldeyrisvarasjóð íslensku þjóðarinnar óreiðumönnum án tilhlíðilegra veða og trygginga , var eitt mesta glapræði sem hægt er að hugsa sér. Þá fengu braskaranir í Kaupþing banka 500 milljarða á silfurfati eftir einhverja leynifundi á vegum þáverandi forystu Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Þessir 500 milljarðar, hvað varð um þá, hvernig var þessum gríðarlegu fjármunum ráðstafað og hvar skyldi hafa orðið af þessu gríðarlega mikla fé.

8-15 milljarðar eru því smápeningar í samanburði við þessa 500 milljarða sem Geir Haarde, Davíð Oddsson, braskaranir í Kaupþinbanka, Framsóknarflokkurinn og sjálfsagt fleiri geta svarað þjóðinni betur hvað varð af.

Í stjórnmálum er allt of mikið um að draga athyglina frá stóru málunum séu þau óþægileg og beina athyglinni að því sem minna máli skiptir. Þannig tókst Sigmundi Davíð að draga athygli þjóðarinnar frá braskinu og sukkinu í Kaupþingbanka en leiða athyglina að Icesave málinu, blása það upp og gera að einhverjum versta Írafells-Móra 21. aldarinnar.  Í dag veit hvert mannsbarn á Íslandi að Icesave rausið var sjónarspil, leikrit samið, sett upp á fjalirnar, stýrt af núverandi forsætisráðherra þar sem hann lék aðalhlutverkið. Hefði sama fyrirhöfn, tími og kraftur farið í að rannsaka hvað varð um þessa 500 milljarða, hefði kannski verið unnt að endurheimta eitthvað af þessum gjaldeyrisvarasjóði þjóðarinnar og verja til verðugri verkefna en afhenda hann bröskurum og óreiðumönnunum sem hafa fengið allt of frjálsar hendur.

 


mbl.is Leiðréttingin getur kostað 8-15 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Því miður veit ekki hvert mannsbarn að Icesave var sjónarspil. Annars væri þessi blessaði forsætisráðherra ekki með eins mikilli vinsæld enn.

Úrsúla Jünemann, 10.2.2014 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 242940

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband