Afdrifarík afglöp Sjálfstæðisflokksins

Dapurlegt er að lesa og heyra um þau afdrifaríku afglöp sem virðist hafa tengst Eir hjúkrunarheimilunum. Eldra fólkið er hlunnfarið í stórum stíl og það er rukkað nánast endalaust í þeirri von að það borgi möglunarlaust. Eldra fólk vill fá að vera í friði og ekki skulda neinum neitt. En það er svo að aðstandendur Eirs hafa sýnt af sér óskiljanlegt kæruleysi og léttúð gagnvart skjólstæðingum sínum.

Það misferli sem fólst í bankahruninu var mjög ámælisvert. Þar varð heilt samfélags að líða fyrir græðgisvæðingu og léttúðar í fjármálum. Tugþúsundir Íslendinga einkum eldri kynslóðirnar lögðu sparifé sitt í hlutabréf sem nú eru yfirleitt einskis virði. Og stjórnendur Eirs virðast hafa verið haldnir sömu siðblindunni, ýmsir sem tengdust æðstu stjór Reykjavíkurborgar og Sjálfstæðisflokknum. Nú mega þessir aðilar líta betur í eigin barm og gera eitthvað til að rétta hlut þeirra sem voru sviknir.

þessir sömu aðilar sýna af sér undrun að þeir hafi ekki fengið meiri athygli og betri kosningu í prófkjöri sem fór fram í gær.

En af ávöxtunum skulum við þekkja menn! Eru þeir fyrst og fremst að hygla sér og sínum og skara að sinni köku en eldri borgarnir mega sitja uppi með vandræðin? 


mbl.is Mistök gerð við veðsetningu Eirar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 242947

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband