Broskallarnir

Þessi tilvonandi ríkisstjórn mætti gjarnan vera kennd við broskallana. Þeir félagarnir Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð hafa verið brosandi út að eyrum í hvert sinn sem þeir sjá myndavél á lofti. Nú hafa þeir verið í þrjár vikur að finna leið til að draga þessa gömlu samstarfsflokka saman. Svo virðist að töluverðir hnökrar séu á enda kosningaloforð Sigmundar mjög óraunhæf. Sennilega reynir Bjarni að tryggja hag Sjálfstæðisflokksins og koma í veg fyrir að sér og SJálfstæðisflokknum verði ekki kennt um ef ekki tekst að efna loforðavaðal Sigmundar.

Því miður er reynslan sú, að allt of fáir gera sér ljóst að þegar verið er að hella sér út í skuldir, er verið að ráðstafa tekjunum fyrirfram. Framsóknarflokkurinn hefur að verulegu leyti byggt kosningamaskínu sína á einhverju gervigóðæri með lánum. Fyrir áratug beitti Framsóknaflokkurinn sér fyrir 110% lánum. Nú á að afskrifa eða færa niður höfuðstól lánanna. Það verður á kostnað þeirra sem lítið eða ekkert skulda. Eignir sparifjáreigenda og lífeyrissjóða rýrnuðu verulega í hruninu sem þessir tveir stjórnmálaflokka báru siðferðislega ábyrgð á.

Nú sjálfsagt fæðist lítil ríkisstjórnarmús. Byrjað verður að rífa sem mest niður sem ríkisstjórn Jóhönnu verið að beita sér fyrir hagræðingu í stjórnsýslu með fækkun ráðuneyta. Hagsmunir Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks ganga þvert á hagsmuni þjóðarinnar enda þarf að koma sem flestum vildarvinum að kjötkötlunum, kljúfa ráðuneyti og fjölga ráðuneytum með tilheyrandi kostnaði.

Við verðum að þrauka í 4 ár að bros broskallana gufi upp í alvöru lífsins. Það er ekki auðvelt að hefja hrunadansinn að nýju þó vilji sé fyrir því.

 


mbl.is Tíðinda er að vænta innan skamms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Austmann,félagasamtök

Guðjón, ekki gleyma að Samfylkingin (flokkurinn þinn?) var í ríkisstjórn þegar hrunið varð, og ber þess vegna mikla ábyrgð sem flokkurinn hefur ekki axlað. Samfylkingin var jafnvel með ráðherra bankamála, Björgvin Sigurðsson. Það er dæmigert fyrir krata að kenna öllum öðrum um eigin mistök.

Ég vona að það taki ekki næstu ríkisstjórn allt kjörtímabilið að þrífa skítinn eftir Jóhönnu og Steingrím. Því að meðan þau gerðu ekkert nema óskunda, þá hrönnuðust skuldirnar upp. Sigmundur ætlar amk. að taka á vandamálinu með snjóhengjuna, sem fráfarandi ríkisstjórn lokaði augunum fyrir og neitaði að gera minnstu tilraun til að leysa. Allt er betra en aðgerðarleysið og niðurníðslan undanfarin 4 ár.

Austmann,félagasamtök, 21.5.2013 kl. 01:41

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sjálfstæðisflokkurinn hafði Samfylkinguna ekki alltaf með í ráðum þrátt fyrir að hún væri í síðustu ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins. Það kemur víða fram í skýrlsu Rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda hrunsins. Þannig leyndi Geir Haarde, Árni Mathiesen og aðrir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins mikilvægum upplýsingum um fjárhagsvandann. Davíð Oddsson sagði að um miðjan febrúar 2008 var augljóst að ekki var aftur snúið nema grípa fram fyrir hendurnar á bröskurunum. Samfylkingin hefði ábyggilega taka betur á þessum málum en Sjálfstæðisflokkurinn sem lét í veðri vaka að allt væri í besta lagi.

Það er því ekki sanngjarnt að kenna þeim Samfylkingarmönnum um það sem Sjálfstæðisflokkurinn bar algjörlega ábyrgð á.

Guðjón Sigþór Jensson, 21.5.2013 kl. 11:33

3 Smámynd: Austmann,félagasamtök

Þetta er ekki rétt hjá þér. Björgvin Sigurðsson og Ingibjörg Sólrún báru alveg jafn mikla ábyrgð á hruninu. Björgvin var viðskiptaráðherra og þar með ráðherra bankamála. Ingibjörg Sólrún var formaður annars stjórnarflokksins. Að Björgvin og Ingibjörg sýndu af sér dugleysi firrir þau ekki ábyrgð. Þau hefði líka átt að draga fyrir Landsdóm skv. 14 grein stjórnarskrárinnar ásamt Árna og Geir.

Það er skiljanlegt, að Björgvin þótti skemmtilegra að fara í cocktailboð hjá útrásarþjófunum en að reyna að komast til botns í því sem var almenningi ljóst: Að það voru alvarlegir maðkar í mysunni, blekkingar og svik hjá öllum fjármálafyrirtækjum. En hann kaus að loka skilningarvitum (nema bragðskyninu) og vera algerlega passífur. Eftir á kenndi hann öðrum dugleysingjum um eigin mistök, m.a. starfsmönnum Fjármálaeftirlitsins. Ónýtur sem ráðherra.

Það er skiljanlegt, að ISG þótti skemmtilegra að sinna rándýrum og vita gagnslausum gæluverkefnum sínum hjá SÞ en að sinna skyldum sínum í ríkisstjórninni. Það var hennar skylda að vita um alla mikilvæga málaflokka. Að loka augunum og væla svo yfir því eftir á og segja að Árni og Geir hafi leynt sig upplýsingum er aumingjalegt. Ónýt sem ráðherra.

Ráðherrar eiga ekki að vera eins og dekurbörn sem bíða eftir að þeim sé fært allt á silfurfati eins og Björgvin og Ingibjörg voru. Ráðherrar eru hluti af framkvæmdavaldinu, eiga að heimta að fá allar upplýsingar og eiga að standa sig. Annars eru þeir ekki aðeins gagnslausir í starfi, heldur beinlínis skaðlegir landi og þjóð.

Austmann,félagasamtök, 21.5.2013 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 242939

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband