Loksins, loksins...

Loksins, loksins viðurkenna fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur að rétt hafi verið staðið að málum. Var ekki reyndar sama uppi á teningnum í landsstjórninni? Voru það ekki vinstri menn sem skáru íhaldsmenn úr snörunni sem hrunið skildi Sjálfstæðisflokkinn í?

Ef ekki hefði verið efnt til vinstri stjórnar væri mjög sennileg sú staða að við sætum enn í djúpum skít eftir einkavæðingu og brask Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Nú telja þeir sig vera það borubratta að efna til nýrrar stjórnar eftir mesta lýðskrum sem sést hefur norðan Alpafjalla í langan tíma.

Kannski að Sigmundur Davíð skilji Sjálfstæðisflokkinn enn aftur í nýrri hrunsnöru ef ekki verður séð fyrir bolabrögðum hans.

Verði þeim að góðu!


mbl.is Hrósa viðbrögðum borgarstjórnar við hruninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Emmm, Sjálfstæðisflokkurinn stjórnaði borginni á þessum tíma :-D

Margrét Elín Arnarsdóttir, 7.5.2013 kl. 18:12

2 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Ég held að Guðjón þurfi að fá áfallahjálp, virðist ekki geta lesið eða skilið texta.

Ragnar Gunnlaugsson, 7.5.2013 kl. 18:16

3 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Sæll Guðjón.

Ég ætla nú að taka upp fyrir þig hanskann því ég þykist vita hvað þú varst að hugsa. Að sjálfsögðu er eftirbreytni í því og góðir mannasiðir þar að auki að taka undir með því sem vel er gert.

Sindri Karl Sigurðsson, 7.5.2013 kl. 18:30

4 identicon

Almenn niðurníðsla

veggjakrot og hraðahindranir

það er það sem Gnarrin lætur eftir sig

Grímur (IP-tala skráð) 7.5.2013 kl. 20:11

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Greinilegt er að margir þekkja lítt söguna.

Hér eru nokkrir fróðleikspunktar:

Um árið tókst Guðlaugi Þór að krækja sér í tugi milljóna úr hendi fyrirtækja í kosningasjóð sinn. Áður fyrr tíðkaðist að kosningastjórar Sjálfstæðisflokksins sendu tilmæli til nánast hvers einasta fyrirtækis með ósk um að greitt væri í kosningasjóð „Flokksins“. Þessu var fylgt eftir og ef ekki var greitt fljótt og vel, var jafnvel haft í hótunum. Þetta var í þá tíð sem Sjálfstæðisflokkurinn bókstaflega „átti“ Reykjavík og spurning hvort hann fengi 40%, 45%, 50% eða jafnvel enn meir í kosningum. Þá var sett fram sérkennileg yfirlýsing sem ritað var á borða og strengt þvert yfir göturnar í Miðbæ Reykjavíkur á mjög áberandi stöðum fyrir hverjar sveitarstjórnarkosningar: „X-D: vörn gegn glundroða!“

Margt eldra fólk man eftir þessu og eg minnist þess að hafa séð þetta eitthvað fram yfir 1970. Sagt er að „Glundroðakenningin“ hafi verið hugsmíð föðurbróður núverandi formanns Sjálkfstæðisflokksins og alnafna. Gafst þessi kenning um glundroðann Sjálfstæðisflokknum vel en nú virðist sem hún hafi náð að bíta í skottið á ömmu sinni og nú sé komið að sjálfum Sjálfstæðisflokknum sem nú er að verða glundroðanum næsti biti. Nú virðist sem Sjálfstæðisflokkurinn sé að afskrifa frekari meirihlutayfirráðum borgarinnar, allir forystusauðirnir keppast nú hver um annan þveran að komast í landsmálin og skara þar að sinni köku. Í gamla borgarstjórnarflokknum er aðeins söngvarinn Júlíus Vífill Ingvarsson sem nú verður væntanlega settur sem forsöngvari fyrir næsta kosningaslag. Sjálfsagt getur vel verið að hann sé skárri en aðrir en aldrrei hefur hann verið talinn til meiri háttar spámanna flokksins enda skortir hann þann refshátt og undirferli sem oft hafa reynst borgarstjórum Sjálfstæðisflokksins betur en illa.  

Þess má geta að fyrir nær 60 árum munaði sáralitlu að Kópavogur yrði hluti Reykjavíkur. Þar sem mjög margir andstæðingar Sjálfstæðisflokksins bjuggu þá í Kópavogi sem var fátækt sveitarfélag, hafnaði þáverandi meirihluti Sjálfstæðisflokknum viðræðum um sameiningu sveitarfélaganna. Hræðsla um að tapa kosningum hefur því oft reynst afdrifarík.

Því miður þekkir yngra fólkið ekki söguna gjörla. Fyrrum var jafnvel enn heitara í kolunum en nú, „kommagrýlunni“ og „Rússagrýlunni“ óspart beytt af íhaldsmönnum. Ef einhver hafði efasemdir um ágæti málstaðar rétttrúnaðarins í Sjálfstæðisflokknum voru mönnum núið um nasir að vera kommúnistar og þaðan af verra sauðarhúsi.

Sjálfstæðisflokkurinn hafði síðastur allra flokka eftirlitsmenn í kjördeildum til að merkja við hverjir höfðu kosið. Svo var reglulega merkt við í kosningaskrifstofum flokksins og mátti hver og einn fylgjast með!

Svona var lífið!

Guðjón Sigþór Jensson, 7.5.2013 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 243017

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband