Hin döpru vísindi

Sagt er að hagfræðin séu hin döpru vísindi þar sem fátt er að frétta af því góða. Hagvöxturinn er einkennileg skepna. Stjórnmálamenn og viðskiptamenn keppast um hafa hann sem allra mestan. Ofast kemur slíkur ofvöxtur samfélögunum í koll.

Á miðöldum kom fram þau sjónarmið að borgaralegur arður væri syndsamlegur. Með þessu hugtaki, borgaralegur arður, er átt við þann arð sem fjármunir, silfur og gull, peningar og ígildi þeirra, gæti ávaxtast sem best. Kaþólska kirkjan lagði blátt bann við slíkri starfsemi og varð hún tekin feginshendi af Gyðingum sem hvarvetna í Evrópu einbeittu sér að þessari iðju. Um allt það hefur margt verið ritað og sumt misjafnt eins og gengur og gerist. En Gyðingar voru litnir hornaugum, þeir sagðir gera allt til að auðga sig og kemur það fram í ýmsu, m.a. bókmenntum. Er sennilega leikverk William Shakespears „Kaupmaðurinn í Feneyjum“ einna þekktast sem fjallar um Gyðing sem beitti óvenjulegu bragði til að tryggja hagsmuni sína, bragð sem reyndist virka.

Hins vegar var náttúrulegur arður dásamaður af kirkjunni. Hinn kristni maður skyldi starfa í svita síns andlits fyrir þeim arði sem guði var þóknanlegur. Um náttúrulegan arð er átt við arðinn sem náttúran gefur af sér: kornið af akrinum, afurðirnar af dýrunum og allt sem átti uppruna sinn í náttúrunni.

Það er spurning þegar borgaralegur arður, vextir og velgengni af hlutabréfabraski og öðru, verður meiri en hinn náttúrulegi arður? Spurning er hvort þar sé ekki greinileg merki um rányrkju: Meira er tekið úr náttúrunni en hún er tilbúinn að gefa af sér við venjulegar aðstæður?

Best af öllu er að hagvöxtur mælist fremur lágur en stígandi. Vaxandi lukka er eftirsóknarverðari en skyndistökk af og til og svo slær í bakseglin.

Hin döpru vísindi halda áfram að mæla og meta. Vonandi gera stjórnmálamennirnir sér grein fyrir að ekki verður meira tekið frá náttúrunni en hún er tilbúin að veita af nægtarbrunni sínum. Þá er ekki von á góðu og hrakför er kannski fyrirsjáanleg.

Góðar stundir.


mbl.is Spá mun minni hagvexti en áður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 242939

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband