Mannalæti samviskulausra valdamanna

Ljóst er að Norður Kórea getur vart brauðfætt þegna sína. Þeir geta hins vegar lagt óheyrilegar fjárhæðir til að koma sér upp vopnabúnað til að storka nágrönnum sínum í suðri. Einnig er deginum ljósara að Bandaríkjamenn hafa ekki sýnt mikla skynsemi við að reyna að draga úr spennu. Vígbúnaður sunnan manna er einnig umtalsverður og bandarískir vopnasalar sjálfsagt reynt að auka sem mest spennuna. Jú meiri vopnasala skilar meiri gróða.

Það er skynsamleg afstaða Rússa að hvetja deiluaðila að sitja á strák sínum og efna ekki til meiri vandræða en orðið hefur. Það vill enginn endurtaka valdaleik á borð við þann sem hófst aðfaranótt 1. september 1939 þegar annar hernaðarrugludallur hóf stórsókn þýska hersins inn í Pólland. Aðeins tveim dögum síðar lýstu Frakkar og Bretar yfir stríði fremur nauðugir en viljugir enda voru hvoru tveggja tilbúnir í tuskið.

Vonandi rennur upp ljósið fyrir ráðamönnum Norður Kóreu að stríð sem þetta gæti haft ógnvænlegar afleiðingar. Líklegt er að þeir hafi rætt við forystusauði Kína um hugsanlegan stuðning en það gæti orðið til þess að hernaðarátök breiðist út en verði ekki aðeins bundin við Kóreuskagann.

Við verðum að vona að Rússum og öðrum þjóðarleiðtogum takist að koma vitinu fyrir kommana í Kóreu. Þetta stríð verður mjög áhættusamt og með öllu árangurslaust enda tapa allir á stríðsátökum, jafnvel Íslendingar.


mbl.is Norður-Kórea lýsir yfir stríði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Teitur Haraldsson

Þegar kjarnavopn  eru kominn í myndina þá tapa allir. Líka vopnasalar.

Teitur Haraldsson, 30.3.2013 kl. 17:24

2 Smámynd: corvus corax

Það er öllum ljóst að stjórnvöld í N-Kóreu eru fullkomlega snarklikkuð og hafa alltaf verið það síðan þau fylktu fyrst liði undir draumsýn kommúnismans sem hefur hjá þeim eins og flestum öðrum slíkum ríkjum þróast út í fullkomnar öfgar þar sem fáir eiga allt og ráða öllu, meira að segja hvort almenningur lifir eða deyr. Það er til andlega vanheilt fólk t.d. hér á landi sem heldur því fram að þetta sé ekki kommúnismi en þetta er einmitt kommúnismi í reynd. Kommúnisminn leiðir alltaf til þessa eins og fjölmörg dæmi sanna án nokkurra undantekninga. Og að ætla að skella skuldinni á einhvern hátt á Bandaríkin er klassísk hjátrú kókþambandi aulakomma sem sjá hvergi illt né slæmt nema í Bandaríkjunum. Það skiptir engu máli hvað vestræn ríki segja eða gera, brjálæðið í N-Kóreu er fullkomlega sjálfbært án þess að skuldinni sé skellt á vestræn ríki. Hvað mundi nú heyrast í aulakommunum ef Bandaríkjamenn hótuðu kjarnorkuárásum á t.d. N-Kóreu. Þá fyrst yrði allt vitlaust. En það er í lagi að N-Kórea hóti Bandaríkjamönnum kjarnorkuárásum. Ef það væri einhver alvöru dugur í Bandaríkjamönnum ættu þeir að svara þessum grímulausu hótunum með fyrirbyggjandi varnarárás. En þeir eins og aðrir vita að þetta kommúnistalið er bara vitfirrt og fullkomlega brjálað. Þess vegna er þessum hótunum tekið með þó því umburðarlyndi sem raun ber vitni.

corvus corax, 30.3.2013 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband