Sjötugur og eldist vel

Smám saman er að renna upp fyrir stjórnmálamönnum að ferðaþjónusta er að verða aðalatvinnuvegur íslensku þjóðarinnar. Við höfum notið þess að hafa fengið í arf frá „bandaríkjamömmu“ kaldastríðsáranna þennan mikilvæga flugvöll, þessa dýrmætu eign sem við hefðum aldrei haft neina möguleika á að byggja sjálfir. Aðstaða fyrir flugvélar er mikilvæg og undirstaða fyrir ferðaþjónustu.

En við verðum sennilega brátt að fara að huga að byggja upp aðstöðu fyrir millilandaflug á fleiri stöðum. Egilsstaðir eru vel í sveit settir þar sem nánast ekkert þrengir að. Nálæg fjöll eru ekki til trafala, aðflug eins og best verður á kosið og völlurinn er allfjarri sjó sem telst góður kostur. Þá er Akureyri sem er fremur vandræðaflugvöllur að mörgu leyti einkum vegna þess að lengra er þangað frá meginlandi Evrópu og á vetrum er ókostur að þurfa að fljúga yfir hálendið í aðflugi. Þá er ekki víst að Akureyringar myndu sætta sig við mikið vaxandi flugtraffík, enda töluvert mikil hljóðtruflun við flugtak stórra flugvéla.

Umtalsverðu fé hefur verið veitt til rannsókna á Hólmsheiði vegna innanlandsflugvallar þar. Og sýnist margt benda til þess að sá kostur sé að mörgu leyti fremur ókostur.

Á næsta aldarfjórðung og jafnvel fyrr verður að byggja nýjan millilandaflugvöll á Suðurlandi til að „létta“ álagið á Keflavíkurflugvelli sem og ferðaþjónustunni þar. Til greina kemur flugvöllur í Skaftáreldahrauni sem hefur þann kost að flug þangað er um hálftíma skemra en til Keflavíkur. Rannsaka þarf aðstæður þar en líkindi benda til að veðurfarsaðstæður þar séu betri en á Keflavíkurflugvelli. Þetta myndi verða ferðaþjónustu mikil lyftistöng og stórefla alla þjónustu og atvinnu í Skaftafellssýslu. Vatnajökulþjóðgarður er stærsti þjóðgarður Evrópu og hefur allt sem hugurinn girnist: jöklaveröld, eldfjöll, jarðhita, sanda, hraun, jökulár og jafnvel fossa.

Mikilvægt er að þeir stjórnmálamenn sem hafa bundið sinn hug við endalausar virkjanir og stórvirkjanir vakni loksins og geri sér grein fyrir því að unnt sé að auka atvinnulíf landsmanna á mun virkari og hagkvæmari hátt en stóriðudrauma og rafmagnsframleiðslu.

Náttúra landsins er meira virði óvirkjuð en virkjuð í þágu ferðaþjónustunnar!

Góðar stundir!


mbl.is Sjötugur flugvöllur slær met
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband