Ferð til Túnis að baki

Aldrei hefi eg áður komið til múslimalands. Eg kom til Túnis 28. des. s.l. og var þar um nokkurn tíma. Ferðaðist nokkuð á Gamlársdag meðan félagar mínir í frægasta Gufufélagi landsins fögnuðu áramótum í Mosfellsbæ. Við vorum 6 ferðafélagarnir: við hjónin, eldri sonur okkar sem býr í Þýskalandi, sambýliskona hans og foreldrar hennar. Við vorum samstæður hópur með markmið að skoða saman sitthvað nýtt og óvenjulegt. Bjuggum við á ágætu hóteli í borginni Sousse um 2ja tíma akstur frá höfuðborginni, Túnis.

Leið okkar lá til borgarinnar Kairouan. Þar var okkur sýnd miklar vatnsmiðlanir sem er undirstaða efnahags Túnisbúa á víðtæku landssvæði.  Í þessari borg er stærsta moska í gjörvallri Afríku og talin vera sú mikilvægasta í allri þeirri gríðarstóru heimsálfu. Aðeins moskurnar í Mekka og Medína í Saudi Arabíu og í Jarúsaelm eru taldar merkari. Frá þessari moskvu er öllu bænahaldi stýrt um allan hinn múslimska heim í Afríku. Múslimar biðjast fyrir allt ð 5 sinnum á sólarhring, sumir telja ekki veiti af! Mikilvægt er að rétta bænarstundin sé ætíð augljós og fer ákvörðun hennar með hliðsjón af hvenær hádegi er hverju sinni. Eins og kunnugt er, þá færist hádegi nokkuð til, er ekki alltaf á sama tíma. Hér á Íslandi er „rétt“ hádegi yfirleitt kringum hálf tvö +/- nokkrar mínútur miðað við Reykjavík. Getur það fyrst orðið um 13:11 og síðast 13:42 (Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags). Er á torginu við moskvu þessa sólarúr og þangað fer æðsti klerkur á hverjum degi að taka tímann þá sólin er í hádegisstað. Er í lok hvers fréttatíma greint frá næsta „rétta“ bænartíma. Í mínerettunum var fyrst sendur kallari til að kalla menn til bæna. Nú hafa gjallarhorn og segulband leyst kallarana af hólmi, múslimar hafa nútímavætt þennan mikilvæga þátt þjóðlífsins.

Í moskvu þessari eru 440 súlur sem hafa verið smalað víða að eins og hverju öðru nothæfu byggingarefni. Eru þær mismunandi gerðar en álíka langar. Leiðsögumaðurinn okkar vakti athygli okkar á einni súlunni: Á henni var greinilegt krossmark, mjög líklegt að hún hafði áður verið hluti kirkju sem löngu heyrir sögunni til. Byggingarmeisturum hafði hugkvæmst að nota súlu þessa. Í stað þess að afmá krossinn var súlunni snúið þannig að krossinum var snúið þannig að ekki mætti sjá táknið!

Við komum til bæjarins El Jem. Þar er gríðarstórt rómverskt hringleikahús sem byggt var snemma á 3. öld eftir Krist. Aldrei var það vígt en svo bar við að um það leyti sem sjá mátti fyrir endann á byggingunni var lagðru á hár innflutningsskattur á innflutta olífu olíu til Ítalíu. Varð það til þess að efnahagur þessa rómverska skattlands hrundi. Snemma komu verndartollar til sögunnar sem ollu kreppu. Í dag er Túnis stærsti olífuolíuframleiðandi Afríku. Í hemsversluninni eru Spa´nverjar, Ítalir og Grikkir stærri en Túnismenn.

Við fórum með lest til höfuðborgarinnar og áfram til Karþagó. Mikil örtröð er í lestunum og dæmi um að sumt ungt fólk hangi utan á lestunum til að komast með! Er slíkt látið óátalið. Í Karþagó er í dag fremur lítið að sjá eftir að Cató hinn gamli fékk sínu fram. Hann þótti afburða ræðumaður og lauk gjarnan hveri ræðu: „Auk þess legg eg til að Karþagó verði lögð í rúst“. Hann varð að ósk sinni 146 f.Kr. Þá lögðu Rómverjar landið undir sig sem varð kornforðabúr þeirra og mikilsverður bakhjarl í matvælaöflun Rómaríkis.Þá kom Kristnin til sögu og síðar eftir upplausn Rómaríkis lá leið Vandala sem var germanskur þjóðflokkur um Spán upp úr 400 til Norður Afríku. Frá Karþagó herjuðu þeir um Miðjarðarhafið og gerðu víða strandhögg, allt vestur til Spánar í vestri og austur til Grikklands. Rændu þeir Róm 455 og mun hugtakið „vandalismi“ vera úr þeirri herferð runnið. Líklegt er að þeir hefðu fengið jákvæðari ummæli í sögunni hefðu þeir haft einhverja sagnfræðinga til að skrifa sögu sína og þær heimildir varðveist. 

Þá varð arabíska útþenslan og þegar liðið var á 7. öld var nánast öll Norður Afríka undir stjórn múslimska hálfmánans. Ekki leið á löngu að nánast allur Spánn varð einnig múhameðskur og í byrjun 9. aldar voru þeir komnir norður fyrir Pyreanafjöllin en urðu frá að hverfa vegnaaðgerða Karls mikla eða Karla-Magnúsar eins og hann nefnist í íslenskum fornritum. Norður Spánn þar sem Baskar réðu löndum mun líklega aldrei hafa verið undir Islam. Eftir 900 dregur úr áhrifum Islam en halda velli á suður Spáni sem varð aftur kristinn að mestu á dögum Ferdínands og Ísabellu á 15. öld. Aðeins í Granada héldu þeir velli en ekki stóð það lengi eftir að konungsveldi Habsborgara styrktist.

Við eigum arabískri menningu margt að þakka. Í öndverðu var trúarbók þeirra Kóraninn mun nær Biblíunni okkar og Nýja testamentinu en síðar varð er trúarrit þetta var endurskoðað, oft með það í huga að fella saman trúarlegt og furstalegt vald. Þetta þekkist einnig í Kristninni t.d. hvernig veraldlegir furstar styrktu vald sitt með því að hefja uppruna konungsdæmis með einhvers konar guðdómlegu yfirvarpi og tilgangi. Í dag trúir enginn heilvita maður slíku.

Arabísk mennig hóf mikilvægt skólastarf. Fyrstu háskólarnir voru arabískir,  þeir voru mikir stjarnvísindamenn og endurbættu almanakið. Þeir þýddu feiknin öll af heimildum og mun margt vera okkur gjörsamlega glatað að eilífu hefðu þessar þýðingar af grískum og öðrum ritum ekki hafa varðveist. Er mikið af okkar þekkingu fornaldar þannig varðveittar gegnum arabíska menningu. Síðar komu fjandsamir þjóðflokkarúr Austurlöndum sem herjuðu á Babýlon og Islam breyttist verulega m.a. til verndar menningu sinni. Ekki leið á löngu uns árekstrar urðu milli Islam og Kristni og eru Krossferðirnar einhver þau furðulegustu hagsmunaárekstrar hugmyndasögunnar. Þá hafði mannkynið uppgötvað trúarstríð þar sem trúarsjónarmið varð að meginástæðu fyrir stríði. Og ekki smáskærum heldur stríði sem stóð í nær 2 aldir eða frá 1096-1270. Krossferðirnar eru eitt mesta niðurlægingarskeið Kristninnar og kristnum furstum ekki til fyrirmyndar. Líklegt er að þetta sé fyrsta stríðið sem hergagnabraskarar gera langvarandi stríð að féþúfu rétt eins og síðar þekkist í báðum heimsstyrjöldunum, Víetnamstríðinu og nú síðast Írakstríðinu. Enginn vinnur en allir tapa, nema braskaranir auðvitað, þeir sem framleiða og hafa milligöngu um sölu hergagna.

Eftir langan útúrdúr þá vil eg geta þess að eg er kominn til baka. För mín til Túnis var ánægjuleg í alla staði og óskandi er að í landi því þar sem „arabíska vorið“ hófst 14. janúar 2011, megi áfram blómgast og verði landi og lýð til góðs.

Góðar stundir. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband