Lofthreinsibúnaður og ókeypis mengunarkvóti

Íslenskur hugvitsmaður, Jón Þórðarson, sem starfaði sem verkstjóri á Reykjalundi, datt fyrir um 35 árum niður a hugmynd um hvernig hreinsa mætti útblásturinn. Einhverra hluta vegna varð minna úr þessum hugmyndum, sennilega vegna þess að hann náði ekki að fulkomna hugmynd sína og að öðrum hafi dottið niður á betri lausnir. Alla vega þá varð þessi íslenski hugvitsmaður undir í þessari gríðarlegu samkeppni.

Að flytja þurfi 1000 tonn allar götur frá Kína á tveim skipum er nokkuð undarlegt. Flest kaupför geta borið nokkur þúsund tonn og undarlegt að tvö eða jafnvel fleiri skip þurfi að sigla með slatta hvert um sig af þessum nýja hreinsibúnaði.

Álframleiðslu fylgir umtalsverð mengun, bæði vegna flúors og CO2.

Þumalputtareglan er að fyrir hvert framleitt áltonn verði tvöfalt magn varhugaverðugra lofttegunda. Hvað skyldi um 30 ára gamall skógur geta bundið árlega á hektara (10.000 m2)? Talið er að sæmilega þéttur skógur bindi árlega um 4-5 tonn á hektara. Ef hér á landi eru framleidd milljón tonna af áli, þá þyrftum við að hafa skóg á nálægt 400.000 hekturum lands eða rúman einn hektara á hvern íbúa landsins til að binda CO2 aftur.

Í heila öld hafa verið gróðursettar trjáplöntur í um 40.000 hektara. Það er einungis 10 hluti þess skógar sem hér þyrfti að vaxa til að binda jafnmikið og álverin þrjú menga! Stjórnvöld hafa fram að þessu nánast „gefið“ álbræðslunum eftir réttinn að fá að menga.

Þetta er okkur Íslendingum til mikils vansa enda þykir sjálfsagt í öllum siðmenntuðum löndum heims að mengandi starfsemi þurfi að kaupa eða útvega sér mengunarkvóta.

Hvernig stendur á því að álverunum sé ekki gert að stunda skógrækt eða styðja við skógrækt?

Góðar stundir!


mbl.is Framkvæmdir í fullum gangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

 Koltvísýringur í andrúmsloftinu er bráðnauðsynlegur öllu lífi á jörðinni. Væri hann ekki fyrir hendi gætu plöntur alls ekki þrifist, og þar með ekkert líf. Koltvísýringur er því fjarri því að vera eitur. Plöntur vinna kolefnissambönd (mjölvi, sykur) úr koltvísýringnum með aðstoð sólarljóssins eins og alþekkt er. Koltvísýringur hleypir í gegn um sig heitum stuttbylgju hitageislum frá sólinni, en dregur í sig svalari langbylgju hitageisla frá yfirborði jarðar. Þannig er hann sem teppi yfir jörðinni.

Það er ekki einungis koltvísýringur sem vinnur sem "gróðurhúsaloft". Vatnsgufa eða raki er mun áhrifameira gróðurhúsaloft, og eru áhrif rakans í andrúmsloftinu hvorki meira né minna en 80-92%. Nákvæmlega hve mikið deila menn um þessa dagana.

Án gróðurhúsalofttegunda væri meðalhiti jarðar mínus 18°C. Það er tiltölulega auðvelt að reikna út. Hæfileg gróðurhúsaáhrif eru því af hinu góða; án þeirra værum við ekki hér.

Koltvísýringur í andrúmsloftinu hefur aukist frá 0,028% til 0,036% á undanförnum áratugum, líklega mest af mannavöldum.

Stern-skýrslan og IPCC-skýrslan leggja því áherslu á að draga úr gróðurhúsaáhrifunum á hnattræna vísu .Farþegaflug ferðamannaiðnaður og vöruflug, þ.e. flug frá og til Íslands og innanlands mesti mengunarvaldurinn nemur um 4.2 milljónum tonna af CO2, sem er svipuð og losun, 16 álvera á CO2 eins og ISALs eru hér á landi. Hvert tonn af áli sem framleitt er á Íslandi með raforku úr vatnsorku sparar andrúmsloftinu 13,2 tonn af koltvísýringi sem kallaður er líftími áls en hann er 10 ár eða 1.3 tonn á ári ennfremur minna skýrslunar á græanamálmin álið til að draga úr losun á CO2 og þá í samgöngum.
Áliðnaðurin styrkir um stórar upphæðir endurheimtur á votlendi minkar þar með upptöku af metani og góðusetur.

Nú væri gott að fá frá þér Mosi um tölur af flúor og hvað ISAL hefur dregið úr þeirri loftegundum í % ?
Og líka hver munur var á tækjum hreinsibúnaði Jóns og þeim sem nú eru notuð.?
Þeð er ekkert undarlegt að flytja þessa vöru frá Kína það verðuru að kynna þér betur.

Rauða Ljónið, 21.3.2012 kl. 22:26

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Nú verð eg að vísa þér á aðra þá aðila sem málið varðar varðandi upplýsingar sem þú ert að spyrja mig um í lok athugasemdar. Ekki hefi eg með sjálfstætt eftirlit né mælingar á þessu sviði.

Aldrei finnst mér sérlega sannfærandi þau rök sem koma fram í þessari setningu: Hvert tonn af áli sem framleitt er á Íslandi með raforku úr vatnsorku sparar andrúmsloftinu 13,2 tonn af koltvísýringi ....

Eins og ekki sé unnt að spara flutningskostnað með því að framleiða ál nær upprunalandi hráefnis eða þar sem álið verður notað í framleiðslu.

Þá væri unnt að spara enn meiri orku með aukinni endurvinnslu en BNA eru mjög á eftir í þeim efnum. Unnt er að endurvinna ál aftur og aftur án þess að gæði tapist. Með endurvinnslu þarf einungis 5% orku miðað við að vinna ál eins og hér á landi.

Þessi rök um að hér eigi að vera álbræðslunýlenda fyrir hergagnaiðnaðinn og sitt hvað fleira er því byggð á sandi.

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 22.3.2012 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 242981

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband